Eftir frábæran sigur í gær hjá strákunum okkar gegn Slóveníu skulum við skoða leiktíma komandi milliriðils hjá Íslandi. Ásamt Íslandi fóru Slóvenía og Grænhöfðaeyjar með okkur upp í milliriðilinn en Egyptar, Króatar og Argentína bíða okkar þar. Leiktímar Íslands í milliriðli IV eru eftirfarandi: 22. janúar | Ísland – Egyptaland kl. 19:30 24. janúar |…
Herbergisfélagarnir Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson eru Tveir á móti Einum þar sem hlustendur fá að kynnast þeim á skemmtilegan og öðruvísi hátt. Þetta er sjöundi þáttur af 9 í seríuni Tveir á móti Einum, en í lok hvers og eins þáttar er spurningakeppnin Quiz Iceland þar sem sigurvegari kemst áfram í næstu umferð….
Sjötti þáttur þar sem við fáum að kynnast landsliðsstrákunum okkar í skemmtilegu hlaðvarpi er kominn í loftið. Nú eru það herbergisfélagarnir Elliði Snær Viðarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson sem eru Tveir á móti Einum. Við bendum á að ef það eru komin yfir 250 fimm stjörnu raitnings áður en leikur Íslands og Slóveníu hefst kvöld…
Strákarnir okkar spiluðu annan leik sinn á Heimsmeistaramótinu í Króatíu nú síðar í kvöld gegn Kúbu. Frá fyrstu mínútu hafði íslenska liðið sýnt algjöra yfirburði á vellinum og eftir að hafa fengið 5 mörk á sig á fyrstu 8 mínútum leiksins setti íslenska vörnin í lás. Hófst þá 11-0 kafli hjá Íslandi á næstu mínútum…
Fimmti þáttur af Tveir á móti Einum er mættur á Spotify og í þessum þætti eru það herbergisfélagarnir Björgvin Páll Gustavsson og Einar Þorsteinn Ólafsson. Þættirnir verða 9 samtals en í lok hvers og eins þáttar er spurningakeppni milli herbergisfélaga og sigurverari hvers þáttar kemst áfram í 8 manna úrslit. Þegar öll 9 herbergin eru…
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur tekið þá ákvörðun að skrá Aron Pálmarsson inn í íslenska hópinn á HM. Aron er þar með löglegur í leikinn gegn Kúbu sem fer fram annað kvöld klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Íslenska karlalandsliðið hóf leik á Heimsmeistaramótinu með leik gegn Grænhöfðaeyjum fyrr í kvöld. Okkar drengir hófu leikinn af krafti með góðri vörn og beinskeyttum hraðarupphlaupum. Hálfleikstölur Ísland 18 – 8 Grænhöfðaeyjar. Strákarnir gáfu aðeins eftir í byrjum síðari hálfleiks en kom ekki að sök og 13 marka sigur staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM…
Strákarnir okkar mæta Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik Íslands á HM í Króatíu. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst hann klukkan 19:30 en upphitun hefst klukkan 19:00. Leikmannahópur Íslands er eftirfarandi: Markverðir:Björgvin Páll GústavssonViktor Gísli Hallgrímsson Aðrir leikmenn:Bjarki Már ElíssonElliði Snær ViðarssonElvar Örn JónssonGísli Þorgeir KristjánssonHaukur ÞrastarsonJanus Daði SmárasonOrri Freyr ÞorkelssonÓðinn Þór RíkharðssonSigvaldi…
Snorri Steinn hefur valið 17 manna hóp fyrir komandi Heimsmeistaramót og er hópurinn eftirfarandi: Markverðir:Björgvin Páll GústavssonViktor Gísli Hallgrímsson Aðrir leikmenn:Bjarki Már ElíssonEinar Þorsteinn ÓlafssonElliði Snær ViðarssonElvar Örn JónssonGísli Þorgeir KristjánssonHaukur ÞrastarsonJanus Daði SmárasonOrri Freyr ÞorkelssonÓðinn Þór RíkharðssonSigvaldi Björn GuðjónssonSveinn JóhannssonTeitur Örn EinarssonViggó KristjánssonÝmir Örn GíslasonÞorsteinn Leó Gunnarsson Vegna meiðsla var Aron Pálmarsson ekki skráður…
Nú þegar rúmur sólarhringur er í að Ísland hefji leik á HM í Króatíu eru þjálfarar og leikmenn að leggja lokahönd á undirbúning. Síðustu dagar hafa farið í æfingar og fundi, en á morgun verður lokaæfing fyrir leikinn og fer hún fram í keppnishöllinni. Strákarnir kíktu í viðtöl til þeirra fjölmiðla sem hafa lagt leið…
Strákarnir okkar léku síðari leik sinn í undirbúningi fyrir HM gegn Svíþjóð. Leikurinn fór fram í Malmö. Fyrri hálfleikur spilaðist ekki eins og íslenska liðið vildi og leiddu Svíar allan fyrrihálfleikinn. Hálfleikstölur 14-11 Svíum í vil. Það kom allt annað íslenskt lið út á gólfið í þeim síðari og staðan þegar 15 min voru eftir…
A landslið karla leikur síðari vináttuleik sinn við Svíþjóð í Malmö. Fyrri leikur liðana á fimmtudag endaði með jafntefli 31-31 eftir spennuþrunginn leik. Leikurinn hefst kl. 15:00 og er sýndur í beinni á RÚV2. Leikmannahópur Íslands er eftirfarandi: Markverðir:Björgvin Páll GústavssonViktor Gísli Hallgrímsson Aðrir leikmenn:Bjarki Már ElíssonOrri Freyr ÞorkelssonElvar Örn JónssonÞorsteinn Leó GunnarssonGísli Þorgeir KristjánssonHaukur…
Snorri Steinn Guðjónsson hefur kallað á Svein Jóhannsson leikmann Kolstad til móts við íslenska landsliðið í Kristianstad vegna meiðsla Arnars Freys Arnarssonar en Arnar tognaði aftan í læri í leik liðsins gegn Svíum í kvöld. Sveinn er væntanlegur til Svíþjóðar á morgun, föstudag.
Íslenska karlalandsliðið lék fyrri vináttuleik sinn við Svíþjóð fyrr í kvöld í Kristianstad. Allir leikmenn í íslenska hópnum voru á skýrslu fyrir utan Aron Pálmarsson. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið stál í stál allt frá upphafs flauti en staðan í hálfleik 16-16. Síðari hálfleikur var eins, liðin skiptust á forustunni en þegar…
Í kvöld leikur Íslenska karlalandsliðið fyrri vináttuleik sinn gegn Svíum en þessir leikir eru þáttur af undirbúningi liðsins fyrir komandi átök á HM í Króatíu. Íslenska liðið mætti til Kristianstad um 22:00 í gærkvöldi á staðartíma og nýta fyrri part dags í fund og göngu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:00 á íslenskum tíma og…
A karla | Ferðadagur Snemma í morgun kom landsliðið saman í Víkinni til æfinga og eftir góðan hádegisverð var haldið til Keflavíkur. Strákarnir okkar héldu af landi brott um miðjan dag þegar hópurinn sem telur 18 leikmenn og 10 starfsmenn liðsins flaug með Icelandair til Kaupmannahafnar. Þaðan var haldið með rútu til Kristianstad þar sem…
Bakhjarlar | Adidas og HSÍ í samstarf HSÍ hefur gert samninging við nýjan búningaframleiðanda handknattleikssambandsins og er það Adidas. Þetta er stórt skref fyrir HSÍ, þar sem Adidas er eitt virtasta og þekktasta íþróttavörumerki heims og merkið þekkt fyrir gæði og framúrskarandi hönnun, sem hefur gert vörumerkið að eftirsóknarverðum samstarfsaðila íþróttafólks um heim allan. Samstarfið…
A karla | Sigur gegn Georgíu Strákarnir okkar mættu Georgíu í annari umferð undankeppni EM 2026 í dag í Tbilisi. Jafnræði var með liðunum framan af leik en mest komst Ísland í 3 marka forustu. Georgía náði að jafna metin en Ómar Ingi Magnússon skoraðu úr vítakasti í leikslok og Ísland var með eins marks…
Ísland – Bosnía | Undankeppni EM 2026 🤾 Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2024 á heimaleik gegn Bosníu í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19:30. Fyllum höllina og styðjum strákana okkar Tryggðu þér miða: https://tix.is/event/18554/island-bosnia-undankeppni-em-2026
A karla | Ísland í F-riðli á EM 2026 EHF tilkynnti í morgun að fari Ísland á EM 2026 sem haldið verður í Danmörku, Svíþjóð og Noregi munu strákarnir okkar leika í F-riðli sem leikinn verður í Kristianstad í Svíþjóð. Stuðningsmenn Íslands þekkja sig vel í Kristianstad en Ísland lék þar á HM 2023. Miðasala…
Allur pakkinn á EM og HM í handbolta með Icelandair Nú er ljóst að íslensku handboltalandsliðin okkar eiga spennandi tíma fram undan. Stelpurnar okkar spila á EM í Innsbruck í desember og strákarnir fara á HM í Zagreb í janúar. Icelandair einfaldar ferðalagið fyrir stuðningsfólk og hefur sett í sölu fjölbreyttar pakkaferðir á báða þessa…
Miðasala á HM í handbolta Miðasala á leiki Íslands í riðlakeppninni á HM í handbolta karla er hafin hjá mótshöldurum og fer fram á slóðinni https://www.ulaznice.hr/web/inspiredbyhandball Íslandi hefur verið úthlutað svæðum í keppnishöllinni sem eru í hólfum 118,119 og 120. Öll miðasala fer fram í gegnum mótshaldara.
A karla | Strákarnir okkar spila í Zagreb í janúar Fyrr í kvöld var dregið í riðla fyrir HM 2025 sem haldið verður í Danmörku, Króatíu og Noregi. Ísland sem var í 2. styrkleikaflokki drógst í G-riðil en þar fengu strákarnir okkar Slóveníu úr flokk 1, Kúbu úr flokki 3 og svo Grænhöfðaeyjar úr flokki…
A karla | Dregið í riðla fyrir HM 2025 í dag Strákarnir okkar tryggðu sér nýverið sæti á HM 2025 með því að leggja Eistlandi að velli heima og að heiman. HM 2025 fer fram í janúar í Danmörku, Noregi og Króatíu en dregið verður í riðla í dag kl. 17:30 Ísland er í 2….
A karla | Dregið í riðla fyrir HM 2025 29. maí nk. Strákarnir okkar tryggðu sér nýverið sæti á HM 2025 með því að leggja Eistlandi að velli heima og að heiman. HM 2025 fer fram í janúar í Danmörku, Noregi og Króatíu en dregið verður í riðla 29. maí nk. Ísland er í 2….
A karla | Sæti á HM 2025 tryggt Strákarnir okkar hafa tryggt sér sæti á HM 2025 eftir sigur Íslands í dag á Eislandi í Tallinn. Samtals vann Íslands umspilið gegn Eistlandi 87 – 49 en leikurinn í dag endaði 37 – 24. Dregið verður í riðla fyrir HM 2025 28. maí nk. en mótið…
A karla | Leikdagur í Tallinn Strákarnir okkar leika síðari umspilsleik sinn um laust sæti á HM 2025 gegn Eistum í dag í Tallinn. Ísland sigraði fyrir leikinn sem leikinn var í í Laugardalshöll á miðvikudaginn 50 – 25 en sameiginleg úrslit þessa tveggja leikja skera úr um hvort liðið færi á sæti á HM…
A karla | Strákarnir komnir til Tallinn Strákarnir okkar héldu af landi brott í morgun er landsliðið flaug með Icelandair til Finnlands og þaðan áfram til Tallinn í Eistlandi. Leikmannahópurinn sem fót út í morgun er óbreyttur frá því í leiknum á miðvikudaginn. Eftir að landsliðið hafði komið sér fyrir á hótelinu og fengið létta…
A karla | Stórsigur gegn Eistum! Strákarnir okkar unnu Eistland sannfærandi 50-25 fyrir framan fulla Laugardalshöll í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á HM 2025!
A karla | Uppselt á Ísland – Eistland Rétt í þessu kláruðust síðustu miðarnir á leik Íslands og Eistlands í umspili um laust sæti á HM 2025. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:30. Fyrir þá stuðninsgmenn Íslands sem fengu miða þá ætlar Boozt einn af aðalbakhjörlum HSÍ ætlar að blása…
A karla | Ísland – Eistland í kvöld kl. 19:30 Strákarnir okkar mæta liði Eistlands í Laugardalshöll i kvöld kl. 19:30 í umspili um laust sæti á HM 2025. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir leikinn í kvöld og er hann eftirfarandi: Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson,…
A karla | Upphitun stuðningsmanna í boði Boozt Boozt einn af aðalbakhjörlum HSÍ ætlar að blása til upphitunar í andyri Laugardalshallar frá kl. 18:00 í dag. Andlitsmálun, lukkuhjól, hraðamælingar, popp fyrir alla og margt fleira í boði. Leikurinn hefst kl. 19:30 og því tilvalið að mæta snemma og hita upp fyrir leikinn saman í boði…
A karla | Strákarnir hefja undirbúning Strákarnir okkar komu saman í dag fyrir umspilsleik Íslands gegn Eistlandi á miðvikudaginn.Fjölmiðlar fengu landsliðsþjálfarann og leikmenn í viðtöl fyrir æfingu og þessa stundina æfir liðið saman í Safamýri. Aron Pálmarsson er meiddur og verður ekki með landsliðinu í leikjunum tveimur. Haukur Þrastarsson og Elvar Örn Jónsson æfðu ekki…
A karla | 18 manna æfingahópur gegn Eistlandi Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu hvaða 18 leikmenn hann kallar til æfingar fyrir umspilsleiki Íslands um laust sæti á HM 2025 gegn Eistlandi. Strákarnir okkar leika gegn Eistlandi í Laugardalshöll, miðvikudaginn 8. maí og hefst leikurinn kl. 19:30. Boozt ætlar að bjóða…
HSI | HM 2031 haldið á Íslandi, Noregi og Danmörku Í fyrsta skipti síðan 1995 fer stórmót í handknattleik fram á Íslandi. Alþjóðlega handknattleikssambandið ákvað fyrr í dag að Heimsmeistaramót karla í handknattleik árið 2031 fari fram á Íslandi en auk þess fer mótið einnig fram í Danmörku og Noregi. Ísland, Danmörk og Noregur eru…
A karla | Ísland í riðli 3 í undankeppni EM 2026 Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2026 hjá A landsliði karla en mótið verður haldið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Strákarnir okkar voru í efsta styrkleikaflokki í drættinum í dag en liðunum er skipt upp í fjóra styrkleikaflokka sem dragast…
A karla | Dregið í undankeppni EM 2026 í dag Dregið verður í dag í Kaupmannahöfn í riðla fyrir undankeppni EM 2026 en lokakeppni mótsins fer fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dregið verður í átta riðla með fjórum liðum í hverjum riðli og er Ísland í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:1. flokkur:…
A karla | Sigur á vellinum en tæknin með stríða okkur Rétt í þessu lauk fyrri vináttuleik Grikklands og Íslands í Aþenu. HSÍ greip til þess ráðs að ráða útsendingarteymi þar ytra til að koma leikjunum til íslenskra áhorfenda í gegnum Handboltapassann. Því miður voru gæðin á útsendingunni ekki góð og styrkur streymis til Íslands…
A karla | Grikkland – Ísland kl. 14:00 Fyrri vináttuleikur Grikklands og Íslands í Aþenu fer fram í dag og hefst leikurinn kl. 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu fyrir áskrifendur Handboltapassans. Allar upplýsingar og skráningu áskriftar að Handboltapassanum má finna á https://www.handboltapassinn.is/ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari verður með alla 18 leikmenn Íslands á skýrslu…
A karla | Ísland – Grikkland í beinni á Handboltapassanum Þegar það lá ljóst fyrir í gærmorgun að Gríska handknattleikssambandið ætlaði ekki að streyma tveimur vináttu landsleikjum Grikklands og Íslands þá hófst sú vinna hjá HSÍ að finna lausnir á þeirri stöðu. Eftir mikla vinnu við að finna réttan aðila sem gæti séð um streymi…
A karla | Góðir dagar í Grikklandi Strákarnir okkar njóta lífsins í Aþenu í undirbúningi þeirra við tvo vináttulandsleiki gegn Grikkjum á morgun og á laugardaginn. Hópurinn hefur æft vel undir stjórn Snorra Steins og Arnórs Atlasonar og er liðið á æfingu þessa stundina. Liðinu fylgja tveir sjúkraþjálfarar þeir Jón Birgir Guðmundsson og Jón Gunnar…
A karla | Fyrsta æfing í Grikklandi Strákarnir okkar skiluðu sér seint í gærkvöldi til Aþenu en liðið leikur þar tvo vináttuleiki á föstudag og laugardag. Liðið æfði saman í morgun undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Arnórs Atlasonar sem þurftu að gera þrjár breytingar á leikmannahópnum í aðdraganda verkefnissins. 18 manna hópur Íslands er…
A karla | Breytingar á hóp Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á landsliðshópi Íslands sem ferðast í dag til Grikklands. Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Í hans stað kemur Arnór Snær Óskarsson, VfL Gummersbach.
A karla | Breytingar á landsliðshóp Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á A landsliði karla sem heldur á morgun til Grikklands. Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu og Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg hafa dregið út úr leikmannahópnum og koma í þeirra stað þeir Benedikt Gunnar Óskarsson, Val og Andri Rúnarsson, Leipzig.
A karla | 18 leikmenn halda til Grikklands A landslið karla heldur til Grikklands í landsliðsvikunni 11. – 17. mars og leikur þar tvo vináttuleiki gegn heimamönnum. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn í verkefnið. Leikmannahópur Íslands. Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (267/22)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (58/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen…
A karla | 35 ár í dag frá sigri B-keppninnar Í dag, 26. febrúar eru 35 ár síðan íslenska karlalandsliðið bar sigur úr býtum úr B heimsmeistarakeppninni í handbolta í Frakklandi. Lengi vel var það einn fræknasti árangur íslenska landsliðsins í handbolta í alþjóðlegri keppni þar til strákarnir okkar fengu silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 2008. Karlalandsliðið…
A karla | Eistland eða Úkraína móttherja í umspili HM Síðast liðna helgi var dregið í umspil HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Noregi og Danmörku 14. janúar – 2. febrúar. Strákarnir okkar munu annað hvort mæta Úkraínu eða Eistlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM. Eistland og Úkraína munu leika…
A karla | Tveggja marka sigur gegn Austurríki Strákarnir okkar unnu Austurríkismenn 26-24 nú í síðasta leik liðsins á EM. Fyrir leikinn var víst að til að liðið myndi tryggja sér í forkeppni Ólympíuleikanna varð liðið að vinna með fimm marka mun. Því er ljóst að strákarnir komast ekki á Ólympíuleikanna í sumar sem haldnir…
A karla | Ísland – Austurríki kl. 14:30 Strákarnir okkar leika í dag fjórða og síðasta leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Austurríki. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í dag og þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (266/22)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC…
A karla | Ýmir Örn Gíslason í banni á morgun EHF hefur sent HSÍ tilkynningu um að Ýmir Örn Gíslason hafi verið úrskurðaður í eins leiks bann. Ýmir braut af sér í byrjun leiks gegn Króatíu í gær og fékk beint rautt spjald. Ýmir Örn tekur leikbannið út á morgun gegn Austurríki.