Bakhjarlar | Adidas og HSÍ í samstarf HSÍ hefur gert samninging við nýjan búningaframleiðanda handknattleikssambandsins og er það Adidas. Þetta er stórt skref fyrir HSÍ, þar sem Adidas er eitt virtasta og þekktasta íþróttavörumerki heims og merkið þekkt fyrir gæði og framúrskarandi hönnun, sem hefur gert vörumerkið að eftirsóknarverðum samstarfsaðila íþróttafólks um heim allan. Samstarfið…
A karla | Sigur gegn Georgíu Strákarnir okkar mættu Georgíu í annari umferð undankeppni EM 2026 í dag í Tbilisi. Jafnræði var með liðunum framan af leik en mest komst Ísland í 3 marka forustu. Georgía náði að jafna metin en Ómar Ingi Magnússon skoraðu úr vítakasti í leikslok og Ísland var með eins marks…
Ísland – Bosnía | Undankeppni EM 2026 🤾 Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2024 á heimaleik gegn Bosníu í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19:30. Fyllum höllina og styðjum strákana okkar Tryggðu þér miða: https://tix.is/event/18554/island-bosnia-undankeppni-em-2026
A karla | Ísland í F-riðli á EM 2026 EHF tilkynnti í morgun að fari Ísland á EM 2026 sem haldið verður í Danmörku, Svíþjóð og Noregi munu strákarnir okkar leika í F-riðli sem leikinn verður í Kristianstad í Svíþjóð. Stuðningsmenn Íslands þekkja sig vel í Kristianstad en Ísland lék þar á HM 2023. Miðasala…
Allur pakkinn á EM og HM í handbolta með Icelandair Nú er ljóst að íslensku handboltalandsliðin okkar eiga spennandi tíma fram undan. Stelpurnar okkar spila á EM í Innsbruck í desember og strákarnir fara á HM í Zagreb í janúar. Icelandair einfaldar ferðalagið fyrir stuðningsfólk og hefur sett í sölu fjölbreyttar pakkaferðir á báða þessa…
Miðasala á HM í handbolta Miðasala á leiki Íslands í riðlakeppninni á HM í handbolta karla er hafin hjá mótshöldurum og fer fram á slóðinni https://www.ulaznice.hr/web/inspiredbyhandball Íslandi hefur verið úthlutað svæðum í keppnishöllinni sem eru í hólfum 118,119 og 120. Öll miðasala fer fram í gegnum mótshaldara.
A karla | Strákarnir okkar spila í Zagreb í janúar Fyrr í kvöld var dregið í riðla fyrir HM 2025 sem haldið verður í Danmörku, Króatíu og Noregi. Ísland sem var í 2. styrkleikaflokki drógst í G-riðil en þar fengu strákarnir okkar Slóveníu úr flokk 1, Kúbu úr flokki 3 og svo Grænhöfðaeyjar úr flokki…
A karla | Dregið í riðla fyrir HM 2025 í dag Strákarnir okkar tryggðu sér nýverið sæti á HM 2025 með því að leggja Eistlandi að velli heima og að heiman. HM 2025 fer fram í janúar í Danmörku, Noregi og Króatíu en dregið verður í riðla í dag kl. 17:30 Ísland er í 2….
A karla | Dregið í riðla fyrir HM 2025 29. maí nk. Strákarnir okkar tryggðu sér nýverið sæti á HM 2025 með því að leggja Eistlandi að velli heima og að heiman. HM 2025 fer fram í janúar í Danmörku, Noregi og Króatíu en dregið verður í riðla 29. maí nk. Ísland er í 2….
A karla | Sæti á HM 2025 tryggt Strákarnir okkar hafa tryggt sér sæti á HM 2025 eftir sigur Íslands í dag á Eislandi í Tallinn. Samtals vann Íslands umspilið gegn Eistlandi 87 – 49 en leikurinn í dag endaði 37 – 24. Dregið verður í riðla fyrir HM 2025 28. maí nk. en mótið…
A karla | Leikdagur í Tallinn Strákarnir okkar leika síðari umspilsleik sinn um laust sæti á HM 2025 gegn Eistum í dag í Tallinn. Ísland sigraði fyrir leikinn sem leikinn var í í Laugardalshöll á miðvikudaginn 50 – 25 en sameiginleg úrslit þessa tveggja leikja skera úr um hvort liðið færi á sæti á HM…
A karla | Strákarnir komnir til Tallinn Strákarnir okkar héldu af landi brott í morgun er landsliðið flaug með Icelandair til Finnlands og þaðan áfram til Tallinn í Eistlandi. Leikmannahópurinn sem fót út í morgun er óbreyttur frá því í leiknum á miðvikudaginn. Eftir að landsliðið hafði komið sér fyrir á hótelinu og fengið létta…
A karla | Stórsigur gegn Eistum! Strákarnir okkar unnu Eistland sannfærandi 50-25 fyrir framan fulla Laugardalshöll í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á HM 2025!
A karla | Uppselt á Ísland – Eistland Rétt í þessu kláruðust síðustu miðarnir á leik Íslands og Eistlands í umspili um laust sæti á HM 2025. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:30. Fyrir þá stuðninsgmenn Íslands sem fengu miða þá ætlar Boozt einn af aðalbakhjörlum HSÍ ætlar að blása…
A karla | Ísland – Eistland í kvöld kl. 19:30 Strákarnir okkar mæta liði Eistlands í Laugardalshöll i kvöld kl. 19:30 í umspili um laust sæti á HM 2025. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir leikinn í kvöld og er hann eftirfarandi: Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson,…
A karla | Upphitun stuðningsmanna í boði Boozt Boozt einn af aðalbakhjörlum HSÍ ætlar að blása til upphitunar í andyri Laugardalshallar frá kl. 18:00 í dag. Andlitsmálun, lukkuhjól, hraðamælingar, popp fyrir alla og margt fleira í boði. Leikurinn hefst kl. 19:30 og því tilvalið að mæta snemma og hita upp fyrir leikinn saman í boði…
A karla | Strákarnir hefja undirbúning Strákarnir okkar komu saman í dag fyrir umspilsleik Íslands gegn Eistlandi á miðvikudaginn.Fjölmiðlar fengu landsliðsþjálfarann og leikmenn í viðtöl fyrir æfingu og þessa stundina æfir liðið saman í Safamýri. Aron Pálmarsson er meiddur og verður ekki með landsliðinu í leikjunum tveimur. Haukur Þrastarsson og Elvar Örn Jónsson æfðu ekki…
A karla | 18 manna æfingahópur gegn Eistlandi Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu hvaða 18 leikmenn hann kallar til æfingar fyrir umspilsleiki Íslands um laust sæti á HM 2025 gegn Eistlandi. Strákarnir okkar leika gegn Eistlandi í Laugardalshöll, miðvikudaginn 8. maí og hefst leikurinn kl. 19:30. Boozt ætlar að bjóða…
HSI | HM 2031 haldið á Íslandi, Noregi og Danmörku Í fyrsta skipti síðan 1995 fer stórmót í handknattleik fram á Íslandi. Alþjóðlega handknattleikssambandið ákvað fyrr í dag að Heimsmeistaramót karla í handknattleik árið 2031 fari fram á Íslandi en auk þess fer mótið einnig fram í Danmörku og Noregi. Ísland, Danmörk og Noregur eru…
A karla | Ísland í riðli 3 í undankeppni EM 2026 Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2026 hjá A landsliði karla en mótið verður haldið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Strákarnir okkar voru í efsta styrkleikaflokki í drættinum í dag en liðunum er skipt upp í fjóra styrkleikaflokka sem dragast…
A karla | Dregið í undankeppni EM 2026 í dag Dregið verður í dag í Kaupmannahöfn í riðla fyrir undankeppni EM 2026 en lokakeppni mótsins fer fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dregið verður í átta riðla með fjórum liðum í hverjum riðli og er Ísland í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:1. flokkur:…
A karla | Sigur á vellinum en tæknin með stríða okkur Rétt í þessu lauk fyrri vináttuleik Grikklands og Íslands í Aþenu. HSÍ greip til þess ráðs að ráða útsendingarteymi þar ytra til að koma leikjunum til íslenskra áhorfenda í gegnum Handboltapassann. Því miður voru gæðin á útsendingunni ekki góð og styrkur streymis til Íslands…
A karla | Grikkland – Ísland kl. 14:00 Fyrri vináttuleikur Grikklands og Íslands í Aþenu fer fram í dag og hefst leikurinn kl. 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu fyrir áskrifendur Handboltapassans. Allar upplýsingar og skráningu áskriftar að Handboltapassanum má finna á https://www.handboltapassinn.is/ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari verður með alla 18 leikmenn Íslands á skýrslu…
A karla | Ísland – Grikkland í beinni á Handboltapassanum Þegar það lá ljóst fyrir í gærmorgun að Gríska handknattleikssambandið ætlaði ekki að streyma tveimur vináttu landsleikjum Grikklands og Íslands þá hófst sú vinna hjá HSÍ að finna lausnir á þeirri stöðu. Eftir mikla vinnu við að finna réttan aðila sem gæti séð um streymi…
A karla | Góðir dagar í Grikklandi Strákarnir okkar njóta lífsins í Aþenu í undirbúningi þeirra við tvo vináttulandsleiki gegn Grikkjum á morgun og á laugardaginn. Hópurinn hefur æft vel undir stjórn Snorra Steins og Arnórs Atlasonar og er liðið á æfingu þessa stundina. Liðinu fylgja tveir sjúkraþjálfarar þeir Jón Birgir Guðmundsson og Jón Gunnar…
A karla | Fyrsta æfing í Grikklandi Strákarnir okkar skiluðu sér seint í gærkvöldi til Aþenu en liðið leikur þar tvo vináttuleiki á föstudag og laugardag. Liðið æfði saman í morgun undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Arnórs Atlasonar sem þurftu að gera þrjár breytingar á leikmannahópnum í aðdraganda verkefnissins. 18 manna hópur Íslands er…
A karla | Breytingar á hóp Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á landsliðshópi Íslands sem ferðast í dag til Grikklands. Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Í hans stað kemur Arnór Snær Óskarsson, VfL Gummersbach.
A karla | Breytingar á landsliðshóp Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á A landsliði karla sem heldur á morgun til Grikklands. Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu og Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg hafa dregið út úr leikmannahópnum og koma í þeirra stað þeir Benedikt Gunnar Óskarsson, Val og Andri Rúnarsson, Leipzig.
A karla | 18 leikmenn halda til Grikklands A landslið karla heldur til Grikklands í landsliðsvikunni 11. – 17. mars og leikur þar tvo vináttuleiki gegn heimamönnum. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn í verkefnið. Leikmannahópur Íslands. Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (267/22)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (58/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen…
A karla | 35 ár í dag frá sigri B-keppninnar Í dag, 26. febrúar eru 35 ár síðan íslenska karlalandsliðið bar sigur úr býtum úr B heimsmeistarakeppninni í handbolta í Frakklandi. Lengi vel var það einn fræknasti árangur íslenska landsliðsins í handbolta í alþjóðlegri keppni þar til strákarnir okkar fengu silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 2008. Karlalandsliðið…
A karla | Eistland eða Úkraína móttherja í umspili HM Síðast liðna helgi var dregið í umspil HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Noregi og Danmörku 14. janúar – 2. febrúar. Strákarnir okkar munu annað hvort mæta Úkraínu eða Eistlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM. Eistland og Úkraína munu leika…
A karla | Tveggja marka sigur gegn Austurríki Strákarnir okkar unnu Austurríkismenn 26-24 nú í síðasta leik liðsins á EM. Fyrir leikinn var víst að til að liðið myndi tryggja sér í forkeppni Ólympíuleikanna varð liðið að vinna með fimm marka mun. Því er ljóst að strákarnir komast ekki á Ólympíuleikanna í sumar sem haldnir…
A karla | Ísland – Austurríki kl. 14:30 Strákarnir okkar leika í dag fjórða og síðasta leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Austurríki. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í dag og þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (266/22)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC…
A karla | Ýmir Örn Gíslason í banni á morgun EHF hefur sent HSÍ tilkynningu um að Ýmir Örn Gíslason hafi verið úrskurðaður í eins leiks bann. Ýmir braut af sér í byrjun leiks gegn Króatíu í gær og fékk beint rautt spjald. Ýmir Örn tekur leikbannið út á morgun gegn Austurríki.
A karla | Teitur Örn Einarsson kallaður til Kölnar Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur kallað Teit Örn Einarsson leikmann SG Flensburg-Handewitt til Kölnar vegna vegna veikinda í landsliðshópnum. Teitur Örn kemur til Kölnar í dag, hann hefur leikið 35 landsleiki og skorað í þeim 36 mörk.
Glæsilegur sigur gegn Króatíu! Draumurinn um sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í París lifir enn eftir 5 marka sigur gegn Króötum, 35-30! Til þess að svo verði þurfum við að treysta á að Frakkar vinni Austurríki í dag og í kjölfarið þurfum við að vinna Austurríki á miðvikudaginn. #handbolti#strakarnirokkar
A karla | Ísland – Króatía kl. 14:30 Strákarnir okkar leika í dag þriðja leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Króatíu. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í dag og þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (265/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (56/1)…
A karla | Tap gegn Frökkum Strákarnir okkar mættu Frökkum nú í dag í milliriðlinum og þurftu að sætta sig við 7 marka tap, 39-32. Næsti leikur liðsins er gegn Króatíu á mánudaginn klukkan 14:30.
A karla | Svekkjandi tap gegn Þjóðverjum Strákarnir okkar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Þjóðverjum í kvöld, 26-24. Leikið var í smekkfullri höll í Köln fyrir framan 19.750 áhorfendur! Næsti leikur liðsins er á laugardaginn klukkan 14:30 gegn Frökkum. #handbolti#strakarnirokkar
A karla | Ísland – Þýskaland kl. 19:30 Strákarnir okkar leika í kvöld fyrsta leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Þýskalandi. Leikurinn fer fram í Lanxess arena sem tekur 20.000 áhorfendur. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í kvöld og þeir eru:Markverðir:Björgvin…
A karla | 25-33 tap gegn Ungverjum Strákarnir okkar þurftu að sætta sig við tap í kvöld gegn Ungverjum í síðasta leik riðilsins. Þrátt fyrir það komst liðið áfram í milliriðil og leikur þar gegn Þjóðverjum, Frökkum, Króötum og Austurríkismönnum. Allir leikirnir verða spilaðir í Köln. Fyrsti leikurinn er gegn Þjóðverjum á fimmtudaginn.
A karla | Ísland – Ungverjaland kl. 19:30Strákarnir okkar leika í kvöld þriðja leik sinn á á EM 2024 þegar þeir mæta Ungverjum í C-riðli. Stuðningsmenn Íslands hér í Munchen hafa heldur betur litað borgina bláa síðustu daga, nú er síðasti leikurinn framundan og ætla stuðningsmenn Íslands ekkert að gefa eftir í kvöld. Snorri Steinn…
A karla | Ísland – Ungverjaland klukkan 19:30! Strákarnir okkar mæta Ungverjum í síðasta leiknum í riðlinum! Með sigri kemst liðið með 2 stig í milliriðil Leikurinn verður sýndur beint á RÚV! Áfram Ísland
A karla | SIGUR!! Strákarnir okkar unnu Svartfjallaland 31-30 í æsispennandi leik! Gísli Þorgeir skoraði sigurmarkið þegar minna en mínúta var eftir af leiknum og Björgvin Páll varði jafnframt síðasta skot leiksins! Næsti leikur liðsins er gegn Ungverjalandi á þriðjudaginn klukkan 19:30
A karla | Ísland – Svartfjallaland kl. 17:00Strákarnir okkar leika í dag annan leik sinn á á EM 2024 þegar þeir mæta liði Svartfjallalands í C-riðli. Gera má ráð fyrir um 5000 íslenskum stuðningsmönnum í Ólympíuhöllinni í Munchen í dag. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í…
Jafntefli gegn Serbum niðurstaðan Strákarnir okkar mættu Serbum í dag í fyrsta leik liðsins á EM í Munchen. Leikurinn endaði með 27-27 jafntefli en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka! Næsti leikur liðsins er gegn Svartfjallalandi á sunnudaginn klukkan 17:00.
A karla | Ísland – Serbía kl. 17:00Strákarnir okkar hefja leik í dag á EM 2024 þegar þeir mæta liði Serbíu í C-riðli. Yfir 3.000 stuðningsmenn Íslands munu styðja Ísland í dag í Ólympíuhöllinni í Munchen sem tekur 12.000 áhorfendur. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í…
A karla | Upphitun stuðningsmanna Íslands í Munchen Upphitun stuðningsmanna Íslands í Munchen ATH!! BREYTT staðsetning!! Gríðarlegur fjöldi stuðningsmanna Ísland verður saman kominn í Munchen á meðan á riðlakeppni EM 2024 fer fram. Mótshaldarar áætla að yfir 3500 íslenskir stuðningsmenn hafi keypt miða á leikina. Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ er mætt til Munchen og ætla þau…
A karla | Fyrsta æfing liðsins í Munchen! Strákarnir okkar komu til Munchen fyrr í dag og tóku æfingu seinni partinn. Nú eru aðeins 2 dagar í fyrsta leik liðsins en hann er gegn Serbíu.
A karla | Sigur í síðasta leik fyrir EM Strákarnir okkur unnu seinni æfingaleikinn gegn Austurríkismönnum nú í kvöld 37-30 🥳 Á miðvikudaginn mun liðið svo ferðast til Munchen en fyrsti leikur liðsins er gegn Serbíu föstudaginn 12.janúar!