Bikarkeppni HSÍ | Dregið í 32 liða úrslit
Í morgun var dregið í 32 liða úrslit bikarkeppni HSÍ.
Dregið var í þrjár viðureignir og mætast eftirfarandi lið:
Þór – Afturelding
Fjölnir – Fram
FH – Grótta
Liðin sem sátu hjá í 32 liða úrslitum að þessu sinni voru Valur sem Íslandsmeistarar og KA, Haukar og ÍBV vegna þáttöku í Evrópukeppni. Auk þess sitja þau lið hjá sem ekki komu uppúr pottinum að þessu sinni en það eru Haukar, HK, Hörður, ÍBV 2, ÍR, KA, Kórdrengir, Selfoss, Stjarnan, Víðir og Víkingur.
Leikið verður í 32 liða úrslitum fimmtudaginn 27. október og föstudaginn 28. október.
Dregið verður í 16 liða úrslitum karla og kvenna í byrjun nóvember.