Bakhjarlar HSÍ | Áframhaldandi samstarf við Íslandshótel
Í byrjun árs undirrituðu HSÍ og Íslandshótel með sér áframhaldandi samstarfssamning en Íslandshótel komu inn í bakhjarlasveit HSÍ í lok árs 2018 og eru allar landsliðstreyjur HSÍ með vörumerki Íslandshótela á brjóstinu.
HSÍ hefur notið velvildar og frábærar þjónustu starfsfólks Íslandshótela þegar A landslið karla og kvenna hafa gist á hótelum þeirra. Vel er hugsað um okkar leikmenn og starfsfólk og aðbúnaðurinn þar í kringum liðin til fyrirmyndar. Það er því gleðiefni fyrir HSÍ að endurnýja samstarf við Íslandshótel og tryggja samstarfið áfram næstu árin.
Íslandshótel eiga og reka í dag 18 hótel um land allt. Þau eru Grand Hótel Reykjavík, stærsta ráðstefnuhótel landsins, Hótel Reykjavík Centrum og Hótel Reykjavík Saga í miðborg Reykjavíkur og Fosshótel með 15 hótel staðsett hringinn í kringum landið. Íslandshótel eru stoltir styrktaraðilar A handboltalandsliða HSÍ.
Fyrir hönd HSÍ voru við undirritunina Kjartan Vídó markaðsstjóri og Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri og frá Íslandshótelum voru það Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri og Ásmundur Sævarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs.