B landslið kvenna | 17 marka sigur gegn Tékklandi
B landslið kvenna lék í dag sinn síðasta leik í Cheb og að þessu sinni voru mótherjar þeirra Tékkar. Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn frábærlega og varnarlega var liðið stórkostlegt. Tékkarnir skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á 14 mínútu og staðan var 6 – 1 Íslandi í vil. Það sem eftir lifði hálfleiks hélt liðið uppteknum hætti og spilaði vel í vörn og sókn, þegar fyrri hálfleik lauk var staðan 15 – 9.
Seinni hálfleikurinn spilaðist að mörgu leiti eins og sá fyrri. Yfirburðir Íslands voru algjörir á vellinum og sá Tékkneska liðið ekki til sólar gegn Íslandi. Það var sama hvaða leikmaður kom inn á völlinn í dag allir spiluðu frábærlega í vörn og sókn. Leikurinn endaði með 35 – 18 sigri Íslands.
Mariam Eradze kosin besti leikmaður Íslands í dag.
Mörk Íslands skoruðu Auður Ester Gestsdóttir 7, Mariam Eradze 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2 og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1 mark.
Sara Sif Helgadóttir varði 5 skot og Saga Sif Gísladóttir varði 5 skot.