B-landslið karla tapaði með tveggja marka mun gegn heimamönnum í Hollandi í úrslitaleik á fjögurra liða móti í Houten fyrr í kvöld.
Hollenska liðið hafði frumkvæðið framan af leik og leiddi í hálfleik, 11-13.
Íslenska liðið jafnaði 19-19 um miðjan síðari hálfleik en þá tók við góður kafli hjá hollenska liðinu og náði 5 marka forystu. Þrátt fyrir góðan sprett hjá íslenska liðinu á lokamínútunum voru það Erlingur Richardsson og hans menn sem lönduðu tveggja marka sigri 24-26.
Strákarnir okkar geta vel við unað eftir gott mót í Hollandi, liðið náði sér í góða reynslu af alþjóðlegum handbolta og vann silfurverðlaun.
Markaskorarar Íslands:
Sveinn Jóhannsson 5, Hákon Daði Styrmisson 4, Anton Rúnarsson 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Vignir Stefánsson 2, Einar Sverrisson 2, Arnar Birkir Hálfdánsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 1, Kristján Örn Kristjánsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1.