Powerade bikarinn | FH eru bikarmeistarar 6. fl. kv. yngri Úrslitaleik FH og ÍR í 6. fl. kv. yngri lauk rétt í þessu og endaði leikurinn með 7 – 2 sigri FH. Við óskum FH til hamingju með titilinn.
Powerade bikarinn | Úrslitaleikir 6. flokks í dag Við tökum daginn snemma á úrslitahelgi Powerade bikarsins í dag en fyrsti leikur dagsins hefst kl. 09:00 þegar FH og ÍR mætast í 6. fl. kv. yngri. Leikjadagskrá 6. flokks í dag er eftirfarandi en öllum leikjum þeirra er streymt á youtube rás HSÍ.Kl. 09:00 6. fl….
Powerade bikarinn | Haukar eru bikarmeistarar 4. fl. ka. eldri Haukar sigruðu ÍR í hörkuspennandi úrslitaleik Powerade bikars 4. fl. ka. eldri en leikurinn endaði með 29 – 28 en Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Staðan í hálfleik var 16 -17 ÍR í vil. Bernard Kristján Owusu Darkoh, leikmaður ÍR var valinn mikilvægasti maður…
Powerade bikarinn | Valur bikarmeistari 4. fl. kvenna Valsstúlkur sigruðu KA/Þór í úrslitaleik Powerade bikars 4. fl. kvenna en leikurinn endaði með 31 – 21, staðan í hálfleik var 13 -10 Valsstúlkum í vil. Arna Sif Jónsdóttir, markmaður Valsliðsins varði 16 skot í leiknum og var valin mikilvægasti leikmaður leiksins. Við óskum Val til hamingju…
Powerade bikarinn | Úrslitaleikir 4. fl. kv. og 4. fl. ka. yngri í dag Úrslitahelgi Powerade bikarsins heldur áfram í dag með úrslitleikjum 4. fl. kv. þar sem KA/Þór og Valur mætast kl. 18:00 og 4. fl. ka. eldri eigast við ÍR og Haukar kl. 20:00. Leikjunum er streymt á miðlum HSÍ og aðgangseyrir er…
Powerade bikarinn | Afturelding í úrslit! Afturelding sigraði Stjörnuna 35-26 í síðari undanúrslitaleik Powerade bikarsins! Afturelding leiddi í hálfleik 17-10. Þá er ljóst að Afturelding og Haukar mætast í úrslitum á laugardaginn klukkan 16:00!
Powerade bikarinn | Haukar í úrslit! Haukar tryggðu sér í úrslit Powerade bikarsins eftir 32-24 sigur gegn Fram. Staðan í hálfleik var 13-11 Haukum í vil. Nú klukkan 20:15 hefst síðari undanúrslitaleikurinn þegar Stjarnan og Afturelding mætast. Sá leikur er einnig sýndur beint á RÚV 2.
Powerade bikarinn | Úrslitahelgi yngri flokka Í fyrsta skiptið leika 6. og 5. flokkur á úrslitahelgi bikarhelgarinnar en leikir þeirra fara fram á laugardag og sunnudag. Er þetta í fyrsta skiptið sem þessi aldursflokkar leika í Laugardalshöll. 6. flokkur leikur sína úrslitaleiki á laugardaginn og er leikjadagskráin þeirra eftirfarandi:Kl. 09:00 6. fl. kv. yngri FH…
Powerade bikarinn | Undanúrslit karla í dag Úrslitahelgi Powerade bikarsins heldur áfram í dag með undanúrslitum meistaraflokks karla en handboltaveislan mun standa fram á sunnudag. Fyrsti leikur dagsins hefst kl. 18:00 en þar eigast við Fram og Haukar. Í seinni leik dagsins mætast Afturelding og Stjarnan og hefst sá leikur kl. 20:15. Leikið er í…
Powerade bikarinn | ÍBV í úrslit! ÍBV tryggði sér í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir 29-26 sigur á Selfossi. Hálfleikstölur voru 16-11 fyrir ÍBV. Þá er ljóst að lið ÍBV og Vals leika til úrslita og hefst sá leikur klukkan 13:30 laugardaginn 18.mars!
Powerade bikarinn | Valur í úrslit! Valur tryggði sér í úrslit Powerade bikarsins með 28-19 sigri gegn Haukum. Staðan í hálfleik var 16-9 Val í vil. Nú klukkan 20:15 hefst svo síðari undanúrslitaleikurinn en þá mætast ÍBV og Selfoss. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.
Powerade bikarinn | Undanúrslit kvenna í dag Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst í dag með undanúrslitum meistaraflokks kvenna en handboltaveislan mun standa fram á sunnudag. Fyrsti leikur dagsins hefst kl. 18:00 en þar eigast við Valur og Haukar. Í seinni leik dagsins mætast ÍBV og Selfoss og hefst sá leikur kl. 20:15. Leikið er í Laugardalshöll…
A karla | Gjafaleikur Boozt.com Boozt setti í loftið gjafaleik samhliða landsleik Íslands og Tékklands á sunnudagin á vef sínum þar sem hægt er m.a. að vinna árritaða landsliðstreyju frá A landsliði karla. Svara þarf einni spurningu í leiknum til að eiga möguleika á vinningum en 10 vinningshafar verða dregnir út á næstu dögum. Slóðinn…
Powerade bikarinn | Handboltaveisla næstu daga Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst á miðvikudaginn þegar undanúrslit Powerade bikars kvenna fara fram og stendur handboltaveislan fram á sunnudag í Laugardalshöllinni. Miðasala á leiki meistaraflokks er í gegnum Stubbur app Leikir úrslitahelgi Powerade bikarsins bikarsins eru eftirfarandi: Miðvikudaginn 15. mars – mfl kv í beinni á RÚV 2kl. 18:00 Haukar…
A karla| 28-19 sigur gegn Tékklandi Strákarnir okkar unnu stórkostlegan 28-19 sigur gegn Tékkum! Með því komast strákarnir í efsta sæti riðilsins í undankeppni fyrir EM 2024 Frábær stemning var í Laugardalshöllinni en fullt var á leikinn!
A karla | Gjafaleikur og 10% afslátur hjá Boozt.com Boozt verður samhliða landsleik Íslands og Tékklands í dag með gjafaleik á vef sínum þar sem hægt er m.a. að vinna árritaða landsliðstreyju frá A landsliði karla. Einnig er sérstakur afsláttarkóði í dag hjá Boozt ISEC10 sem veiti 10% aukaafslátt þegar verslað er á www.boozt.com. Svara…
A karla | Hópurinn gegn Tékklandi í dag Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfarar hafa valið þá 16 leikmenn sem mæta Tékklandi í dag í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst hann kl. 16:00, uppselt er á leikinn en hann verður að sjálfsögðu í beinni á RÚV. Upphitun fyrir leikinn hefst…
U-21 karla | Tap gegn Frökkum U-21 karla lék í gærkvöld sinn síðari vináttulandsleik gegn Frökkum, á föstudaginn vann íslenska liðið stórsigur 33 – 24 en kvöld höfðu Frakkar betur 33 – 32 í hörku leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og var yfir 18 – 15 í hálfleik en Frakkarnir náðu forustu á…
A karla | Upphitun í Minigarðinum fyrir leik Strákarnar okkar leika við Tékka á morgun í Laugardalshöll en Minigarðurinn ætlar að bjóða upp á Fanzone fyrir leik. Upphitunin á Minigarðinum hefst kl. 13:00, Sérsveitin stuðningssveit HSÍ mætir á svæðið og keyrir upp stemninguna, andlitsmálun verður í boði og 20% HSÍ afsláttur verður af öllum veitingum…
A karla | Strákarnir okkar eru klárir! Í dag tóku strákarnir okkar sína síðustu æfingu fyrir leikinn á morgun gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni. Uppselt er á leikinn á morgun en hann er að sjálfsögðu sýndur á RÚV og hefst klukkan 16:00. Upphitun hefst með fjölskylduhátíð í Minigarðinum, Skútuvogi 2 kl. 13:00. Þar verður í boði…
U-21 karla | Sigur gegn Frakklandi U – 21 árs landslið Íslands vann stórsigur á Frökkum í Abbeville í kvöld. Íslenska liðið lék frábærlega í leiknum. Strákarnir tóku frumkvæði strax í byrjun og voru 16 – 12 yfir í hálfleik. Frakkar minnkuðu munin í 22 – 20 um miðjan seinni hálfleik en eftir það keyrðu…
U-21 karla | Vináttulandsleikir gegn Frakklandi um helgina Í gærmorgun hélt U-21 karla til Frakklands en liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki um helgina gegn heimamönnum. Strákarnir leika í borginni Amiens en liðið undirbýr sig fyrir þáttöku á heimsmeistaramóti U-21 landsliða sem fram fer í sumar í Þýskalandi og Grikklandi. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:30…
Útbreiðsla | Ný lið mæta til leiks Síðustu helgi tók 6. fl. kv. yngra lið Harðar frá Ísafirði og sameiginlegt lið 6. fl. ka yngri Víkings í Ólafsvík og Reynis á Hellissandi í fyrsta skiptið þátt í fjölliðamóti yngri flokka HSÍ. Lið Harðar nýtti ferðina í borgina m.a. í það að horfa á stelpurnar okkar…
Netverslun | Allar stærðir til, markvarðatreyjur og stuttbuxur Gríðarleg ásókn var í landsliðstreyjur HSÍ á meðan HM stóð í janúar og seldust nánar allar treyjur upp. Þó nokkurn tíma hefur tekið að endurnýja lagerinn, sérstaklega vegna erfiðaleika með flutninga á treyjunum en nú eru þær loksins komnar aftur í sölu. Allar stærðir af bláu landsliðstreyjunni…
A karla | Fyrsti landsleikur Stiven Tobar Valencia Stiven Tobar Valencia spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar Tékkland og Ísland áttust við í undankeppni fyrir EM 2024 á miðvikudaginn s.l. Stiven hefur leikið gríðarlega vel með liði Vals en hann spilar í vinstra horni ásamt því að geta spilað bakvörð í vörn. Íslenska landsliðið tekur á…
Útbreiðsla | Skólamót í handbolta Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir grunnskólamóti í handknattleik. Leikið er eftir mjúkboltareglum með 4 leikmönnum inn á vellinum í einu. Grunnskólamótið er fyrir 5. og 6.bekk og er leikið í hvorum árgangi fyrir sig. Leikið er í karla- og kvennaflokki en þó er leyfilegt að senda til liðs blönduð lið sem…
A landslið karla | Uppselt á Ísland – Tékkland Mikill áhugi hefur verið á leik strákanna okkar gegn Tékkum hér heima sunnudaginn 12. mars kl. 16:00 í Laugardalshöll. Í gærkvöldi seldust síðustu miðarnir á leikinn og verður því eins og að var stefnt troðfull hús af stuðningsmönnum Íslands á leiknum á sunnudaginn. Leikurinn verður í…
A karla | Bjarki Már – 100 leikir! Í gær spilaði Bjarki Már Elísson sinn 100. leik fyrir Íslenska landsliðið! 🤩 Fyrsti leikurinn sem hann spilaði fyrir landsliðið var í sigri gegn Hollandi í Laugardalshöll þann 10.júní 2012. Bjarki Már hefur nú skorað 344 mörk í 100 landsleikjum. Við óskum Bjarka Má innilega til hamingju😊
A karla | Tap í Tékklandi niðurstaðan Strákarnir okkar þurftu að sætta sig við 5 marka tap gegn Tékklandi 22-17 þar sem leikið var ytra. Næsti leikur strákanna er á sunnudaginn þar sem liðin mætast á nýjan leik. Sá leikur fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 16:00. Miðasala á leikinn hefur gengið ótrúlega vel…
A karla | Hópurinn gegn Tékklandi Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfarar hafa valið þá 16 leikmenn sem mæta Tékklandi í kvöld í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í Brno og hefst hann kl. 19:15 í beinni á RÚV, EM stofan hitar upp fyrir leikinn frá kl. 18:35. Lið Íslands í kvöld er þannig…
Útbreiðsla | Æfingar á sunnudaginn í Reykjanesbæ Handboltaæfingar halda áfram í Reykjanesbæ næsta sunnudag en frábær mæting var á fyrstu æfingarnar og greinilega mikill handboltaáhugi í sveitarfélaginu. Æft verður í Háaleitisskóla og eru æfingartímarnir eftirfarandi:1. – 4. bekkur kl. 11:00 – 12:005. – 8. bekkur kl. 12:00 – 13:00
A karla | Arnór Óskarsson kallaður inn Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon hafa kallað Arnór Snæ Óskarsson inn í hóp A landsliðs karla sem ferðast í dag til Tékklands en liðið leikur þar ytra á miðvikudaginn í undankeppni EM 2024. Arnór Óskarsson er leikmaður Vals en Arnór hefur ekki áður leikið með A landsliði karla…
U-17 kvenna | Tap í seinni leiknum gegn Tékklandi U-17 ára landslið kvenna mætti Tékkum öðru sinni þessa helgina í dag. Íslenska liðið átti undir brattann að sækja í fyrri hálfleiknum en hálfleikstölur voru 18-6. Slök nýting færa og tæknifeilar sem skiluðu tékkum hraðaupphlaupum einkenndu íslenska liðið þrátt fyrir að upstilltur varnaleikur hafi verið góður…
U-19 kvenna | Tap gegn Tékklandi U-19 kvenna lék sinn síðari vináttu landsleik í dag gegn Tékklandi þar ytra. Tékkarnir mættu Íslenska liðinu af kraft frá fyrstu mínútu og var á brattann að sækja fyrir stelpurnar okkar en staðan í hálfleik var 12 – 7 Tékkum í vil.. Stelpurnar komu af krafti í seinni hálfleik…
A kvenna | Svekkjandi 26-29 tap gegn Noregi Stelpurnar okkar tóku á móti Noregi í æfingaleik sem fram fór á Ásvöllum í dag. Þær leiddu 16-11 í hálfleik og leiddu á tímabili með 7 marka mun í seinni hálfleik. Norska liðið gaf þá í sigraði að lokum með með þriggja marka mun, 26-29. Næstu leikir…
A kvenna | Ísland – Noregur kl. 16:00, frítt inn í boði Kletts Stelpurnar okkar leika síðari vináttulandsleik sinn gegn B-liði Noregs að Ásvöllum í dag og hefst leikurinn kl. 16:00. Leiknum verður streymt á miðlum HSÍ. Fyrri leik liðanna lauk með 31-26 sigri Íslands. Frítt er inn í boði Kletts.
A landslið karla | Ísland – Tékkland miðasala á tix.is Strákarnir okkar leika í undankeppni EM 2024 gegn Tékkum sunnudaginn 12. mars kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Miðasala á leikinn gegn Tékkum hafin á slóðinni https://tix.is/is/event/14947/island-tekkland/ Uppselt var á síðasta heimaleik liðsins, því er betra að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst. Fyllum…
A kvenna | Sigur gegn Noregi Stelpurnar okkar unnu í kvöld Noreg í fyrri vináttulandsleik þjóðanna að Ásvöllum að viðstöddum yfir 500 áhorfendum sem mættu á völlinn í boði Kletts. Ísland byrjaði vel í kvöld og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Ísland yfir 7 – 4. Norska liðið nýtti síðari hluti fyrri hálfleiks vel…
Yngri landslið | U-17 og U-19 kvenna komnar til Tékklands Í gær ferðuðust bæði U-17 og U-19 ára kvenna til Tékklands en liðin leika þar vináttulandsleiki á morgun og laugardag. Liðin undirbúa sig fyrir Evrópukeppnir í sumar, U-19 kvenna leikur á EM í Rúmeníu en U-17 fer á EM í Svartfjallalandi. U-19 kvenna spilar sína…
A kvenna | Ísland – Noregur kl. 19:30 Stelpurnar okkar leika gegn B-liði Noregs að Ásvöllum í kvöld og hefst leikur liðanna kl. 19:30. Leiknum verður streymt á slóðinni hér að neðan. Seinni leikur liðanna fer fram á laugardaginn og hefst hann kl. 16:00. Frítt er inn í boði Kletts. https://www.youtube.com/live/qNZq5QPBkgA?feature=share
A kvenna | Ísland – Noregur í kvöld A landslið kvenna leikur fyrri vináttulandsleik sinn í kvöld gegn B liði Noregs á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19:30. Frítt er inn á leikinn í boði Kletts. Síðari leikur liðanna verður á laugardaginn 16:00. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleiki um laust sæti á…
Yngri landsliðið | Dregið í riðla hjá U-17 og U-19 Í gær var dregið í riðla í gær fyrir Evrópumót U-17 og U-19 ára landslið kvenna sem fram fer í sumar. U-19 kvenna leikur í B-riðli á Evrópumótinu sem haldið verður í Rúmeníu 6. – 16. júlí og leika þær þar í riðli með Rúmeníu,…
A kvenna | Vináttuleikir framundan við Noreg A landslið kvenna kom saman í til æfinga en þær leika tvo vináttulandsleiki gegn B liði Noregs á Ásvöllum fimmtudaginn 2. mars kl. 19:30 og laugardaginn 4. mars kl. 16:00. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleiki um laust sæti á HM 2024 sem spilaðir verða í…
Útbreiðsla | Frábær mæting í Reykjanesbæ Það var svo sannarlega mikil stemning þegar HSÍ var með kynningu á handbolta síðastliðin sunnudag í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ.Logi Geirsson og Freyr Brynjarsson stýrðu æfingunni og var mætingin frábær. Við hvetjum alla til að koma og prófa, æfingarnar halda áfram næstu sunnudaga og eru kl 11:00-12:00 fyrir 1.-4.bekk og…
Grill 66 deildin | HK tryggði sér sæti í Olísdeild karla HK tryggði sér í gærkvöldi sæti í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili með 30 – 28 sigri á Víkingum. Með sigrinum er HK öruggt í efsta sæti Grill 66 deildar karla. Til hamingju HK og sjáumst í Olísdeild karla!
A landslið karla | Ísland – Tékkland miðasala á tix.is Strákarnir okkar leika í undankeppni EM 2024 gegn Tékkum sunnudaginn 12. mars kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Miðasala á leikinn gegn Tékkum hafin á slóðinni https://tix.is/is/event/14947/island-tekkland/ Uppselt var á síðasta heimaleik liðsins, því er betra að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst. Fyllum…
Yngri landslið karla | Æfingar, verkefni og hópar Þjálfarar yngri landsliða karla hafa valið æfingahópa fyrir sín lið.Hópana má sjá hér fyrir neðan, nánari upplýsingar veita þjálfarar liðanna. U-21 ára landslið karla Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson hafa valið eftirtalda leikmenn sem taka þátt í æfingamóti í Frakklandi 9. – 12. mars 2023.Æfingarnar hefjast…
A karla | Hópurinn gegn Tékklandi Ágúst Þór Jóhannsson og Gunnar Magnússon hafa valið þá 16 leikmenn sem mæta Tékklandi í þriðja og fjórða leik strákanna okkar í undankeppni EM 2024. Liðin leika fyrri leik sinn í Tékklandi miðvikudaginn 8. mars kl. 19:15 og síðari leikinn í Laugardalshöll sunnudaginn 12. mars kl. 16:00. Miðasala fyrir…
Útbreiðsla | Handboltaæfingar í Reykjanesbæ HSÍ verður með kynningu á handbolta á sunnudaginn í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ frá kl. 11:00 – 12:00 fyrir 1. – 4. bekk og frá 12:00 – 13:00 fyrir 5. – 8. bekk. Reynsluboltarnir Logi Geirsson og Freyr Brynjarsson munu stjórna fyrstu æfingunni. Við hvetjum alla til að koma og prófa,…
Poweradebikarinn | Spennandi viðureignir í undanúrslitum Dregið var til undanúrslita í Powerade-bikarnum í hádeginu í dag. Undanúrslit kvenna fara fram miðvikudaginn 15. mars, þar mætast Haukar og Valur í fyrri viðureigninni kl. 18:00 en í síðar viðureigninni mætast ÍBV og Selfoss kl. 20:515. Undanúrslit karla fara fram fimmtudaginn 16. mars, fyrst eru það Fram og…