U17 kvenna | Tap gegn Portúgal Íslensku stelpurnar töpuðu í dag gegn Portúgal 22-28 í krosspili og leika þvi um 15. sætið á mrgn klukkan 09:15 Íslensku stelpurnar mættu vel gíraðar til leiks og náðu strax 4 marka forystu. Portúgölsku stelpurnar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og munaði þar mest um fjölda…
U17 kvenna | Leikur gegn Portúgal Íslensku stelpurnar leika í dag gegn Portúgal í krosspili. Sigurvegar þess leika um 13. sætið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 á íslenskum tíma og er beint streymi á www.ehftv.com. Nánari umfjöllun má nálgast á www.handbolti.is
U17 kvenna | 34-23 tap gegn Svíþjóð U-17 kvk tapaði í dag lokaleik sínum í milliriðli gegn sterku liði Svía. Íslensku stelpurnar héldu í við þær sænsku í fyrri hálfleik þó þær sænsku hafi verið skrefi á undan allan hálfleikinn. 16-15 hálfleikstölur. Í seinni tóku sænsku stelpurnar yfir leikinn í stöðunni 19-18 og unnu að…
U17 kvenna | 25-21 tap gegn Sviss U-17 kvk tapaði í dag sinn fyrsta leik í milliriðli gegn Sviss. Stelpurnar spiluðu frábæran varnarleik í 50 mínútur en gerðu sig sekar um klaufaleg mistök á síðustu mínútum leiksins og Svisslendingar gengu á lagið. Íslensku stelpurnar voru 17-15 yfir þegar 10 mínútur voru eftir en brösugur sóknarleikur…
U17 kvenna | Leikur gegn Sviss U-17 kvk spilar í dag sinn fyrsta leik í milliriðli gegn Sviss klukkan 13:45. Stelpurnar tóku góðan fund í dag og fóru yfir leikplanið. Leikurinn er sýndur í beinu streymi á www.ehftv.com
U17 kvenna | 6 marka tap gegn Tékklandi U17 kvenna tapaði lokaleik sínum í riðlinum 28-22 eftir erfiðan fyrri hálfleik. Stelpurnar byrjuðu leikinn illa og náðu sér ekki á strik sóknarlega. Tékkarnir gengu á lagið og refsuðu grimmilega fyrir mistök sóknarlega. 16-7 í hálfleik. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til íslenska liðsins…
U17 kvenna | Leikur gegn Tékklandi U17 kvenna leika lokaleik sinn í riðlinum þegar þær etja kappi við Tékka klukkan 18:15 á íslenskum tíma. Eftir kærkomin frídag í gær tóku stelpurnar góða æfingu og fund til undirbúnings fyrir leikinn sem sker úr um það hvort liðið fer áfram í efri milliriðil. Beint streymi er hægt…
U17 kvenna | 10 marka tap gegn Þýskalandi Stelpurnar okkar töpuðu öðrum leik sínum gegn Þýskalandi 24-34 í öðrum leik sínum á EM. Þýsku stelpurnar byrjuðu leikinn betur og komust í þægilegt forskot snemma leiks en okkar stelpur gáfust ekki upp og unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn. Hálfleikstölur 12-16 Þjóðverjum í…
U17 kvenna | Leikur gegn Þýskalandi Stelpurnar okkar etja kappi við Þýskaland í öðrum leik sínum 18:15 að íslenskum tíma. Beint streymi verður á www.ehftv.com
U17 kvenna | Sigur gegn Svartfjallalandi Íslensku stelpurnar unnu frábæran sigur á Svartfjallandi í Podgorica fyrr í kvöld. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir íslensku stúlkunum og lokatölur 20-18. Vörn og markvarsla einkenndi leik íslenska liðsins og var frábært að sjá liðsheildina. Ítarlegri umfjöllun og markaskorara má finna á https://handbolti.is
U17 kvenna | Ísland – Svartfjallaland kl. 16:00 í dag Stelpurnar í U17 kvenna hefja leik á EM í Svartfjallandi í dag, þegar þær mæta heimakonum. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinu streymi á https://ehftv.com. Einnig bendum við á frekari umfjöllun um mótið á www.handbolti.is.
U-17 kvenna | Haldið af stað á EM í Svartfjallalandi U-17 ára landslið kvenna hélt af stað til Svartfjallalands þar sem þær munu taka þátt í EM. Stelpurnar eru í riðli með Svartfjallalandi, Þýskalandi og Tékklandi. Fyrsti leikur er á fimmtudaginn og munu nánari fréttir koma á miðlun HSÍ.
U-21 karla | Strákarnir komnir heim með bronsið U-21 landslið karla kom heim í gær eftir frábæran árangur á HM 2023. Liðið flaug heim frá Berlín með Icelandair og hélt við komuna til landssins í Minigarðinn þar sem HSÍ var með móttöku fyrir leikmenn og aðstandur þeirra. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ ávarpaði hópinn og…
Skrifstofa HSÍ | Breyttur opnunartími í sumar Vegna sumarleyfa starfsmanna verður breyttur opnunartími á skrifstofu HSÍ í sumar. Skrifstofan verður opin frá 10:00 – 14:00 frá 4. júlí til 7. ágúst nk.
A kvenna | Stelpurnar okkar á leiðinni á HM Alþjóðahandknattleikssambandið (IHF) tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012. Íslenska liðið…
U-21 karla | Undanúrslit í beinni á RÚV RÚV hefur ákveðið að vera með undanúrslitaleik Íslands og Ungverjalands í U-21 karla á HM í beinni útsendingu á RÚV 2. Leikurinn fer fram á morgun og hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma. RÚV verður einnig með leikina um sæti á sunnudaginn í beinni útsendingu á RÚV…
U-21 karla | Strákarnir okkar leika til undanúrslita á morgun Strákarnir okkar léku gegn Portúgal í 8-liða úrslitum HM U-21 árs landslið í gær en Portúgalir enduðu í 2. sæti í EM í fyrra og því ljóst að um hörkuleik yrði að ræða. Það voru leikmenn Portúgal sem hófu leikinn betur og leiddu framan af…
U-21 karla | 8-liða úrslit gegn Portúgal í dag U-21 landslið karla mætir Portúgal í dag í 8-liða úrslitum HM í Berlín. Leikurinn hefst kl. 13:45 og verður hann í beinni útsendingu á eftirfrandi slóð: https://www.youtube.com/watch?v=WHBZ2XZVJcg Handbolti.is fylgdi strákunum til Berlínar og verður textalýsing á handbolti.is frá leiknum fyrir þá sem ekki hafa tök á…
EHF | Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson í Heiðurshöll EHF Rétt í þessu lauk galakvöldverði EHF þar sem fagnað var 30 ára afmæli Evrópska handknattleikssambandinu í Vínarborg. Af því tilefni ákvað EHF að kynna fyrstu 60 leikmenn sem skarað hafa framúr á handboltavellinum síðustu 30 ár inn í Heiðurshöll EHF. Fyrstu leikmennirnir í heiðurshöllina…
U-21 karla | Sigur í fyrsta leik Mikilvæg 2 stig hjá U21 karla í fyrsta leik á móti Marokkó. Vörn og markvarlsa var í góðu lagi í dag en liðið náði sér engan veginn á strik sóknarlega. Strákarnir eru staðráðnir í að sýna betri frammistöðu á morgun.
Meistaradeild Evrópu | Gísli Þorgeir sá besti Um helgina var leikið til úrslita í Meistaradeild Evrópu í Köln og til úrslita léku lið Magdeburg og Kielce. Í liði Magdeburg leika þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Ómar Ingi hefur verið frá vegna meiðsla og sama má segja um Hauk Þrastarson leikmann Kielce. Gísli…
Evrópukeppni | Tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki HSÍ sendi skráningu til EHF í dag vegna Evrópukeppni kvenna. Að þessu sinni verða tvö íslensk lið skráð í keppnina en það eru Valur og ÍBV. Valur er skráði sig til þáttöku í Evrópudeild EHF og ÍBV í EHF Cup. Á síðasta tímabili voru það þrjú…
U – 17 kvenna | jafntefli 27-27 Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Færeyjar í seinni æfingaleik liðanna.Fyrri hálfleikur var frábær hjá íslenska liðinu og var vörn og markvarsla til fyrirmyndar. Hálfleikstölur 15-9 Ísland í vil. Í seinni hálfleik gerðu færeysku stelpurnar áhlaup á það íslenska og náðu að minnka muninn jafnt og þétt. Lokaandartök leiksins…
U-15 kvenna | 23-17 sigur gegn Færeyjum Stelpurnar okkar í U-15 ára landsliðinu léku fyrr í dag seinni leikinn sinn við Færeyjar í Færeyjum en leikurinn var hluti af æfingaferð yngri landsliða kvenna. Ísland náði góðri forystu um miðbik fyrri hálfleiks og héldu henni til loka hálfleiks þar sem okkar stelpur leiddu í hálfleik 10-15….
U-17 kvenna | 24-23 sigur á Færeyjum U-17 landslið kvenna sigraði fyrr í dag Færeyjar í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokaandartökum leiksins. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað hjá íslenska liðinu og höfðu færeysku stúlkurnar frumkvæðið. Hálfleikstölur 15-13 Færeyjum í vil. Í seinni hálfleik komu íslensku stúlkurnar mun beittari til leiks og…
U-15 kvenna | 26-22 sigur gegn Færeyjum Stelpurnar okkar í U-15 ára landsliðinu léku fyrr í dag við Færeyjar í Færeyjum en leikurinn er hluti af æfingaferð yngri landsliða kvenna. Leikurinn var var jafn lengi vel en okkar stelpur leiddu í hálfleik 9-12. Í seinni hálfleik var Ísland yfir allan tímann en Færeyjar áttu þó…
Heiðursmerki HSÍ | Hanna Guðrún heiðruð fyrir sinn feril Á verðlaunahófi Olís- og Grill66 deildana í gær ákvað stjórn HSÍ að heiðra Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttir handknattleikskonu. Hanna hóf feril sinn í meistaraflokki með Haukum í Hafnarfirði árið 1995 og hefur leikið með Haukum og Stjörnunni í efstu deild síðan þá að undanskildu einu ári þar…
Olís deildirnar | Verðlaunahafar á lokahófi 2023 Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Háttvísisverðlaun HDSÍ kvennaHrafnhildur Hanna Þrastardóttir…
Grill66 deildirnar | Verðlaunahafar á lokahófi 2023 Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Efnilegast leikmaður Grill66 deild kvennaKatrín…
U-21 karla | 31 – 23 sigur gegn Færeyjum U-21 karla lék í dag sinni fyrri vináttulandsleik gegn jafnöldrum sínum frá Færeyjum en strákarnir okkar undirbúa sig af fullum krafti fyrir þáttöku liðsins á HM í Grikklandi og Þýskalandi í sumar. Færeyiska liðið byrjaði betur í dag en á 15 mínútu leiksins náði íslenska liðið…
U-17 karla | 26 – 24 sigur gegn Færeyjum U-17 karla lék í dag sinni fyrri vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kaplakrika en vináttulandsleikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir þáttöku liðsins í European Open í Svíþjóð og Olympíuhátið Evrópuæskunnar í Slóveníu í sumar. Strákarnir okkar höfðu frumkvæðið í byrjun leiks og voru yfir þar til…
Handboltaskóli HSÍ | Yfir 100 krakkar tóku þátt Handboltaskóli HSÍ fór fram í 28. skiptið um nýliðna helgi í Kaplakrika í Hafnarfirði. Yfir 100 stúlkur og drengir fædd 2010 tóku þátt í þetta skiptið en tilnefningar voru, eins og undanfarin ár, í höndum aðildarfélaga HSÍ. Auk fyrirlestra og hádegisverðar í boði HSÍ, æfðu krakkarnir fjórum…
Yngri landslið | Vináttuleikir gegn Færeyjum U-21 og U-17 karla leika vináttu leiki gegn Færeyjum um helgina í Kaplakrika. HSÍ og Færeyiska handknattleikssambandið hafa unnið náið saman á síðustu árum og hafa yngri landslið sambandana skipst á heimsóknum og leikið vináttulandsleiki. U-17 karla sem undirbýr sig European Open í Svíþjóð 3. – 7. Júlí og…
A landslið karla | Snorri Steinn tekur við strákunum okkar Á blaðamannafundi eftir hádegið í dag tilkynnti Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ að Snorri Steinn Guðjónsson hefði verið ráðinn þjálfari A landsliðs karla til næstu þriggja ára. Þá var einnig greint frá ráðningu Arnórs Atlasonar sem aðstoðarþjálfara. Þeir félagar eru íslenskum handknattleiksfólki góðu kunnugir, báðir…
Olísdeild karla | ÍBV er Íslandsmeistari 2023 ÍBV vann Hauka 25-23 í oddaleik úrslitakeppni Olísdeildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV er því Íslandsmeistari 2023! Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Til hamingju ÍBV!
U-16 karla | Æfingar 2. – 4. júní 2023 Ásbjörn Friðriksson og Haraldur Þorvarðarson hafa valið hóp til æfinga helgina 2. – 4. júní n.k. Auk þess tekur hópurinn þátt í mælingum á vegum Háskólans í Reykjavík laugardaginn 27. maí. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn á Sportabler. Hópinn…
U-15 karla | Æfingar 2. – 4. júní 2023 Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa valið hóp til æfinga helgina 2. – 4. júní n.k. Auk þess tekur hópurinn þátt í mælingum á vegum Háskólans í Reykjavík laugardaginn 27. maí. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn á Sportabler….
A karla | Miðasala á EM 2024 Miðasala á leiki Íslands á EM 2024 er hafin. Að þessu sinni fer öll miðasala á mótið í gegnum mótshaldara án aðkomu HSÍ. Þeir stuðningsmenn Íslands sem ætla að fylgja liðinu út fara inn á eftirfarandi slóð: https://www.eventim.de/en/promotion/mens-ehf-euro-2024-mun-c-team-a-121559/?affiliate=HB4 og setja kóðan EURO-ISL í Promotion code hólfið. Þá birtast…
U-17 kvenna | Hópur fyrir verkefni sumarsins Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Björnsson hafa valið hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt á EM í Svartfjallalandi 2. – 14. ágúst. Til undirbúnings leikur liðið vináttuleiki gegn Færeyingum ytra 9. – 12. júní. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn…
U-19 karla | Hópur fyrir verkefni sumarsins Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson hafa valið hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í HM í Króatíu í ágúst. Til undirbúnings tekur liðið þátt í móti í Lubeck í Þýskalandi auk þess að leika vináttuleiki gegn Færeyingum ytra. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og…
Olísdeild kvenna | Valur er Íslandsmeistari árið 2023 Valskonur unnu í dag ÍBV 23-25 í spennuleik í Vestmannaeyjum tryggði sér því Íslandsmeistaratitilinn! Valur vann einvígið 3-0. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Til hamingju Valur!
U-21 karla | Vináttuleikir gegn Færeyjum Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson hafa valið eftirtalda leikmenn sem taka þátt ívináttuleikjum við Færeyjar 3. og 4. júní á Íslandi. Æfingarnar hefjast 27. maí og fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn áSportabler á næstu dögum. Hópinn má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita…
U-19 kvenna | Lokahópur fyrir verkefni sumarsins Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið eftirtalda leikmenn í lokahóp fyrir sumarið. Liðið leikur tvo vináttuleiki í Færeyjum 10. og 11. júní og í lokakeppni EM í Rúmeníu dagana 6. – 16. júlí. Æfingaplan fyrir sumarið kemur inn á Sportabler á næstu dögum. Nánari upplýsingar…
Fræðsla | Þórir Hergeirsson á hátíðarfyrirlestri íþróttadeildar HR Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, heldur hátíðarfyrirlestur íþróttafræðideildar HR í tilefni 25 ára afmælis skólans. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M101 föstudaginn 26. maí klukkan 12:00-13:30. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Þórir er borinn og barnfæddur Selfyssingur og byrjaði ungur að stunda handbolta með Selfossi….
Yngri landslið | Æfingahópar U-16 kv. og U-17 ka. Þjálfarar U-16 kvenna og U-17 karla hafa valið æfingahópa fyrir sín lið. U-16 ára landslið kvenna Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsula Guðmundsdóttir hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga helgina 26. – 28. maí 2023. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu, æfingatímar koma inn á…
Hæfileikamótun HSÍ | Yfir 110 iðkendur frá 19 félögum Hæfileikamótun HSÍ fór fram um síðustu helgi í Kaplakrika. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram fyrir krakka fædd 2009. Að þessu sinni voru 110 iðkendur boðaðir frá 19 félögum og tóku þau þátt í æfingum helgarinnar. Iðkendur frá Víðir Garði…
Olísdeildin | Úrslitaeingvígið hefst í kvöld Fyrsti leikur úrslitaeinvígis Olísdeildar kvenna hefst í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Valsstúlkum í íÞróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Til að tryggja sér Íslandsmeistaratiltilinn þarf að vinna samtals þrjár viðureignir. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:00, Seinni bylgjan byrjar sína upphitun í beinni útsendingu kl. 18:30. Miðasala á leikinn er…
Grill 66 deildin | ÍR á leiðinni í Olís deild kvenna ÍR var rétt í þessu að tryggja sér sæti í Olís deild kvenna á næsta keppnistímabili. ÍR vann Selfoss í dag í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni en þær unnu leikinn 30 – 27. Til hamingju ÍR og sjáumst í Olís deild…
A karla | Dregið í riðla EM 2024 í dag Dregið verður í riðla í dag í Düsseldorf fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í janúar í Þýskalandi. Strákarnir okkar eru í efsta styrkleikaflokki í drættinum en alls taka 24 þjóðir þátt í Evrópumótinu. Hægt er að fylgjast með drættinum sem hefst 15:45 í…
Yngri landslið | Æfingahópar U-15 og U-17 kvenna Þjálfarar U-17 og U-15 ára landsliða kvenna hafa valið æfingahópa fyrir sín lið. Bæði þessi lið leika vináttuleiki í Færeyjum 10. og 11. júní. Þetta er loka hópur fyrir U-15 en lokahópur fyrir U-17 verður gefinn út 23. maí. Æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum….