Powerade bikarinn | Dregið í undanúrslitDregið verður dregið í dag í undanúrslit Powerade bikarsins í yngri flokkum og í meistaraflokki. Dregið verður í Minigarðinum en drættinum verður streymt á www.ruv.is og hefst útsending kl. 12:00. Úrslitahelgi Powerade bikarsins verður leikin í Laugardalshöllinni dagana 15. – 19. mars.
A karla | Guðmundur lætur af störfum HSÍ og Guðmundur Þ. Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar sem landsliðsþjálfari karla. Samkomulagið er í sátt beggja aðila og ekki stendur til að tjá sig frekar um innihald þess. Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur þjálfað íslenska landsliðið í samtals 14 ár. Hann hefur sem þjálfari komið…
Markvarðaþjálfun HSÍ | Æfing á sunnudaginn í Víkinni Frábær mæting síðasta sunnudag eins og oft áður í vetur. Virkilega gaman að sjá hversu mörg ný andlit birtust á síðustu æfingu. Næsta HSÍ markvarðaæfing er næskomandi sunnudag, 19.febrúar klukkan 10:00-11:00. Sem fyrr í Víkinni. Allir velkomnir! #handbolti
Markvarðaþjálfun HSÍ | Æfing á sunnudaginn í Víkinni Við höldum áfram að byggja stöðir undir markverði framtíðarinnar. Í þessum mánuði er áherslan á að verja með “splitti” sem krefst sérhæfðs liðleika og styrks. Við höldum áfram að vinna með aðra þætti í 9m skotum. Sem fyrr allir markverðir, þjálfarar of foreldrar velkomnir. Á síðustu HSÍ…
Hæfileikamótun HSÍ | Yfir 110 iðkendur frá 18 félögum Hæfileikamótun HSÍ fór fram um síðustu helgi í Kaplakrika. Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram fyrir krakka fædd 2009. Að þessu sinni voru 110 iðkendur boðaðir frá 18 félögum og tóku þau þátt í æfingum helgarinnar. Fjölmargir leikmenn úr Olís-…
Útbreiðsla | Frábær mæting á Akranesi HSÍ í samstarfi við ÍA voru með fyrstu handboltaæfingarnar á Akranesi sl. sunnudag. Boðið var upp á æfingar fyrir 1. – 4. bekk og 5. – 7. bekk og voru það Kolbrún Helga Hansen og Jörgen Freyr Ólafsson Naabye sem héldu utanum um æfingarnar að þessu sinni. Viðtökurnar voru…
Útbreiðslustarf | Handboltaæfingar á Akranesi HSÍ – Handknattleikssamband Íslands í samstarfi við ÍA og íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar verða með kynningu á handbolta næstu sunnudaga og bjóða upp á æfingar fyrir börn á grunnskólaaldri. Æfingar fara fram í Íþróttahúsinu á Vesturgötu og verður um tvo aldurshópa að ræða til að byrja með.1. – 4. bekkurkl. 14:00 –…
Markvarðaþjálfun HSÍ | Safamýrin á sunnudaginn HM ævintýri Íslands búið í bili en við höldum áfram að undirbúa markverði framtíðarinnar.Næsta markvarðaæfing verður í Safamýrinni sunnudaginn 29.janúar klukkan 10:30-11:30. Allir markverðir, þjálfarar og forelrar velkomnir. Við verðum í Safamýrinni því það fer fram Þorrablót í Víkinni kvöldið á undan og því húsið lokað vegna tiltektar. Sjáumst…
A landslið karla | Hópurinn gegn Brasilíu Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Brasilíu í dag í þriðja leik strákanna okkar í milliriðlinum í Gautaborg. Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (47/2)Björgvin Páll Gústavsson, Valur (251/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (42/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (78/87)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém…
A landslið karla | Tap gegn Svium staðreynd Strákarnir okkar þurftu því miður að sætta sig við fimm marka tap gegn Svíum nú í kvöld. Þrátt fyrir tapið í dag er enn möguleiki á að liðið komist í 8-liða úrslit! Næsti leikur liðsins er gegn Brasilíu á sunnudaginn klukkan 17:00. Styðjum strákana okkar til sigurs!
A landslið karla | Hópurinn gegn Svíþjóð Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Svíþjóð í kvöld í öðrum leik strákanna okkar í milliriðlinum í Gautaborg. Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (250/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (41/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (77/85)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (97/323)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach…
A landslið karla | Leikur gegn Svíum í kvöld! Strákarnir okkar eru heldur betur klárir í slaginn og tilbúnir í leik kvöldsins! Mikil spenna er fyrir leiknum og fjöldinn allur af íslendingum munu leggja leið sína á leikinn! Upphitun fyrir stuðningsmenn verður á Clarion Hotel Post, Drottningtorget 10. Sérsveitin, stuðningssveit landslið HSÍ heldur utan um…
A landslið karla | Upphitunarpartý Íslands á Clarion Hotel Post Upphitun stuðningsmanna Íslands fyrir leiki Íslands gegn Svíþjóð og Brasilíu verður á Clarion Hotel Post, Drottningtorget 10. Sérsveitin stuðningssveit landsliða HSÍ heldur utanum upphituna þar og keyrir upp stemninguna fram að leik. Hægt verður að kaupa treyjur þar ásamt stuðningsmannavörum og Sérsveitin býður upp á…
A landslið karla | Ágúst Elí kallaður til Gautaborgar Guðmundur Guðmundsson hefur kallað Ágúst Elí Björgvinsson til Gautaborgar og tekur hann þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu í dag. Ágúst Elí er leikmaður Ribe Esbjerg í Danmörku og hefur hann leikið 47 landsleiki og skorað í þeim 2 mörk.
A landslið karla | Sigur í fyrsta leik í milliriðli 10 marka sigur gegn Grænhöfðaeyjum! Strákarnir okkar byrjuðu milliriðilinn í Gautaborg glæsilega! Lokatölur 40-30 Næsti leikur liðsins verður gegn Svíþjóð á föstudaginn klukkan 19:30! Ljóst er að gríðarleg stemning verður á þeim leik en uppselt er á leikvanginn sem tekur 12 þúsund manns! Áfram Ísland
A landslið karla | Hópurinn gegn Grænhöfðaeyjum Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Grænhöfðaeyjum í dag í fyrsta leik strákanna okkar í milliriðlinum sem spilaður er í Gautaborg. Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (249/19)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (40/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (76/85)Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (163/632)Bjarki Már Elísson,…
A landslið karla | Upphitun stuðningsmanna Íslands verður á Hard Rock Cafe Í dag var ferðadagur hjá strákunum okkar er þeir ferðuðust frá Kristianstad yfir til Gautaborgar. Liðið æfði svo í Scandinavian Arena um miðjan dag, höllin er öll hin glæsilegasta og tekur hún 12.000 áhorfendur. Leikur Íslands gegn Grænhöfðaeyjum á morgun hefst 17:00 að…
A landslið karla | Staðfestir leiktímar í milliriðli Leikir Íslands í milliriðli: Miðvikudaginn 18.jan – 17:00Ísland – Grænhöfðaeyjar Föstudaginn 20.jan – 19:30Ísland – Svíþjóð Sunnudaginn 22.jan – 17:00Ísland – Brasilía Allir leikir í þessum milliriðli verða spilaðir í Gautaborg í Svíþjóð. Áfram Ísland
A landslið karla | Næsti áfangastaður er Gautaborg Frábær sigur hjá strákunum okkar gegn Suður-Kóreu! Nú tekur við milliriðill sem spilaður er í Gautaborg í Svíþjóð! Næsti leikur er gegn Grænhöfðaeyjum á miðvikudaginn! Áfram Ísland!
A landslið karla | Hópurinn gegn Suður Kóreu Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Suður Kóreu í dag í þriðja leik strákanna okkar í riðlakeppni HM 2023. Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (248/19)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (39/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (75/83)Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (162/630)Bjarki Már Elísson, Telekom…
A landslið karla | Tap gegn Ungverjalandi Svekkjandi tap gegn Ungverjum í kvöld! Nú er ekkert annað í boði en að horfa bara fram á við! Næsti leikur er gegn Suður Kóreu á mánudaginn klukkan 17:00! Styðjum strákana okkar þá til sigurs! Áfram Ísland
A landslið karla | Hópurinn gegn Ungverjalandi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Ungverjalandi í kvöld í öðrum leik strákanna okkar í riðlakeppni HM 2023. Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (247/18)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (38/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (74/83)Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (160/627)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (94/304)Elliði…
A landslið karla | Styrktu strákana okkar Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa haft samband undanfarna daga og óskað eftir því að styðja við bakið á strákunum okkar og HSÍ. Til að styrkja sambandið er hægt að fara inn í vefverslun HSÍ og velja styrki upp á 2.500 kr, 5.000 kr og 10.000 sem renna óskipt…
A landslið karla | Leikdagur!!! Annar leikur Íslands á HM verður spilaður í kvöld þegar strákarnir okkar leika gegn Ungverjalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Upphitunarpartý Íslands (Fanzone) opnar klukkan 16:00 og er við keppnishöllina. Þar verður t.d. andlitsmálning í boði frá 16:00 til 17:30! Áfram Ísland! 🇮🇸👏🏻
A landslið karla | Sigur gegn Portúgal!! Strákarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Portúgal 30-26 í fyrsta leik liðsins á HM! Rosaleg stemning var í höllinni en yfir þúsund Íslendingar studdu strákana okkar í höllinni Næsti leikur liðsins er á laugardaginn klukkan 19:30 gegn Ungverjalandi. Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu…
A landslið karla | Hópurinn gegn Portúgal Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Portúgal í kvöld í fyrsta leik strákanna okkar í riðlakeppni HM 2023. Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (246/17)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (37/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (73/83)Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (159/623)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (93/295)Elliði…
Netverslun HSÍ | Töf á sendingu á treyjum til Kristianstad Nýju treyjurnar sem voru ætlaðar til sölu í Kristianstad verða ekki komnar fyrir fyrsta leik íslenska liðsins vegna tafa hjá framleiðanda treyjanna. Verið er að reyna gera allt til að treyjurnar verði komnar fyrir annan leik liðsins á laugardag. Nokkar eldri treyjur verða þó til…
Bakhjarlar HSÍ | Rapyd og HSÍ hefja samstarf Handknattleikssamband Íslands og Rapyd hafa undirritað samkomulag þess efnis að Rapyd verði einn af bakhjörlum HSÍ. Frá og með HM í Svíþjóð og Póllandi mun Rapyd því hafa auglýsingu sína framan á treyjum allra landsliða Íslands í handbolta. Stór verkefni eru framundan hjá HSÍ. A-landslið karla spilar sinn…
A landslið karla | Æfing og ferðadagur hjá strákunum okkar Í dag var síðasta æfing liðsins hér í Hannover í Þýskalandi. Í kvöld mun liðið svo ferðast til Kristianstad í Svíþjóð. Nú eru einungis tveir dagar í að fyrsta leik liðsins á HM sem verður gegn Portúgal. Það er óhætt að segja að það sé…
A landslið karla | Upphitun stuðningsmanna Íslands í Kristianstad Sérsveitin Stuðningssveit landsliða HSÍ hefur skipulagt í samstarfi við HSÍ upphitun fyrir stuðningsmenn Íslands í Kristianstad. Upphitunin verður í FanZone Íslands við keppnishöllina í Kristianstad. Hægt verður að kaupa treyjur íslenska landsliðsins og stuðningsmannavörur í upphitunarpartýinu og einnig verður hægt að kaupa mat og drykk. Sérsveitin…
A landslið karla | Allir neikvæðir Strákarnir okkar ásamt starfsfólki landsliðsins sem dvelur saman í Hannover í Þýskalandi þurfti að fara í PCR próf í fyrradag. Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sett þátttöku þjóðum á HM í handbolta ákveðnar kröfur er varðar skimanir og ein af þeim var að skima alla áður en haldið væri með liðið til…
Bakhjarlar | Samskip hafa stutt HSÍ í aldarfjórðung Handknattleikssamband Íslands og Samskip hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli en Samskip hafa verið öflugur bakhjarl HSÍ frá 1998. Vörumerki Samskipa hefur verið áberandi hjá öllum landsliðum HSÍ, bæði á baki landsliðstreyja og á stuttbuxum. Þá er stuðningur Samskipa við HSÍ er ekki einvörðungu í fjárhagslegu formi…
A landslið karla | Ísland – Þýskaland kl. 14:30 Síðari vináttu landsleikur strákanna okkar gegn Þýskalandi fer fram í dag í Hannover. Leikurinn hefst kl. 14:30 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV, upphitun RÚV fyrir leikinn hefst kl. 14:12. 16 leikmenn verða á skýrslu í dag en ákveðið hefur verið að Aron Pálmarsson…
A landslið karla | Frábær sigur í Bremen! Strákarnir okkur unnu Þjóðverja 31-30 í æsispennandi handboltaleik sem fram fór í Bremen fyrr í kvöld! Liðið sýndi gríðarlega mikinn karakter að komast yfir eftir að hafa verið mest 6 mörkum undir. Á morgun leikur landsliðið svo aftur við Þjóðverja en þá verður leikið í Hannover í…
A landslið karla | Þýskaland – Ísland í dag Strákarnir okkar héldu af landi brott í gær er hópurinn flaug með Icelandair til Berlínar og það rútuferð til Hannover þar sem liðið mun dvelja næstu til 10. janúar. Liðið leikur í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn Þýskalandi en leikið verður í Bremen. Leikurinn hefst kl….
Fræðslumál | 19 þjálfarar klára EHF Master Coach gráðuna 19 þjálfarar úrskifuðust í gær með EHF Master Coach gráðuna. Þetta er æðsta gráða í alþjóðlegum handbolta sem hægt er að fá og er þetta í annað sinn sem námskeiðið er haldið hér á landi. Samtals hafa því 42 þjálfað klára EHF Master Coach gráðuna frá…
Bakhjarlar | Boozt verður aðalbakhjarl HSÍ Handknattleikssamband Íslands og netverslunin Boozt hafa undirritað samkomulag þess efnis að Boozt verði einn af aðalbakhjörlum HSÍ. Frá og með HM í Svíþjóð og Póllandi mun Boozt því hafa auglýsingu sína framan á treyjum allra landsliða Íslands í handbolta. Stór verkefni eru framundan hjá HSÍ á nýju ári. A-landslið…
Bakhjarlar | Nettó og HSÍ endurnýja samstarf sín á milli Nettó og HSÍ hafa undirritað áframhaldandi samstarfssamning sín á milli en Nettó hefur verið bakhjarl Handknattleikssambandsins undanfarin ár. Nettó og HSÍ hafa átt í góðu samstarfi að fagna og tilhlökkun fyrir áframhaldandi samvinnu. Auk þess að styðja við starfsemi sambandsins hafa HSÍ og Nettó staðið…
A landslið karla | Formlegur undirbúningur HM hafinn Íslenska karlalandsliðið kom saman í dag og hóf undirbúning fyrir HM nú í janúar Liðið æfir næstu daga í Safamýri en á föstudagsmorgun leggur það af stað til Þýskalands og spilar þar tvo æfingaleiki áður en haldið er til Kristianstad í Svíþjóð. Mikil stemning er í hópnum…
Vefverslun | Nýja landsliðstreyjan uppseld í flestum stærðum Það má segja að nýja landsliðstreyjan hafi fengið ævintýralegar móttökur undanfarnar vikur og hefur salan á henni farið fram út björtustu vonum. Sem stendur eru aðeins 2 stærðir til í vefverslun HSÍ, XL kvenna og XXL kvenna. Aðrar stærðir eru uppseldar. Ekki koma fleiri treyjur til landsins…
HSÍ | Ómar Ingi Magnússon Íþróttamaður ársins 2022 Í kvöld var íþróttamaður ársins útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna í beinni útsendingu á RÚV. Handknattleikur átti þar þrjá fulltrúa af ellefu efstu eftir frábæran árangur þeirra með sínum félagsliðum og landsliði en það voru Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Viktor Gísli Hallgrímsson. Handknattleikshreyfingin átti einnig…
A landslið karla| Þrír leikmenn í kjöri á bestu handboltamönnum heims Vefsíðan Handball-planet.com stendur fyrir kjóri á bestu handbolta mönnum heims fyrir árið 2022 sem senn er að ljúka. Þrír leikmenn úr A landsliði karla eru þar í kjöri en það eru þeir Bjarki Már Elíasson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Kosningin stendur…
A landslið karla | Átta af tíu stærstu útsendingum ársins frá leikjum liðsins RÚV birti í dag sinn árlega lista yfir þær íþróttaútsendingar sem fengu mesta áhorfið á árinu sem er að líða. A landsliðið í handbolta trónir á toppnum í ár eins og það hefur gert síðustu fjögur en meðaláhorf á leik Íslands og…
Íþróttamaður ársins | HSÍ á þrjá fulltrúa af ellefu efstu í kjöri til Íþróttamanns ársins 2022 Samtök íþróttafréttamanna opinberuðu í dag hvaða íþróttamenn enduðu í efstu tíu sætunum í kjöri samtakana á íþróttamanni ársins 2022. Í ár gerðist það að tveir voru jafnir að stigum í 10. – 11. sæti og því var birtur listi…
A landslið karla | 19 leikmenn í æfingahóp fyrir HM Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 19 manna æfingahóp fyrir HM 2023 sem fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar nk. Liðið kemur saman til æfinga hér heima 2. janúar og heldur til Þýskalands þriðjudaginn 6. janúar en þar leikur liðið tvo vináttulandsleiki gegn…
A landslið karla | Æfingahópur HM 2023 Í dag kl. 11:00 mun Guðmundur Guðmundsson tilkynna á blaðamannafundi hvaða leikmenn hann velur til æfinga fyrir HM 2023 sem haldið verður í Svíþjóð og Póllandi. Fundinum verður streymt á RÚV.is og Visir.is og mun handbolti.is vera með textalýsingu af fundinum. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi…
HSÍ | Handknattleiksfólk ársins 2022 Handknattleikskona ársinsHandknattleikskona ársins 2022 er Sandra Erlingsdóttir, 24 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins. Sandra lék með EH Aalborg í Danmörku í vor þar sem hún var valin besti leikmaður liðsins annað árið í röð en liðið var í harðri baráttu um að komast í dönsku úrvalsdeildina….
Yngri landslið | Afreksmaður framtíðarinnar Afreksmaður framtíðarinnar, fyrirlestraröð HR og HSÍ fór fram síðastliðinn laugardag en þangað mæta öll yngri landslið HSÍ. Fyrirlestraröðin er haldin tvisvar á ári og þar fá framtíðarlandsliðsmenn okkar fræðslu um allt sem kemur við íþróttum. Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands fyrirlestur um Lyfjamál í íþróttum og síðan tók Logi Geirsson…
U-21 karla | Æfingahópur í janúar Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 2. – 6. janúar 2023. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum. Hópinn má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita þjálfarar. Þjálfarar:Einar Andri EinarssonRóbert Gunnarsson Leikmannahópur:Adam Thorstensen, StjarnanAndri…
Vefverslun | HM treyjan komin í sölu HM treyja íslenska landsliðsins er komin í forsölu í vefverslun HSÍ, www.hsi.is/shop Treyjurnar komu til landsins í morgun og eftir tollafgreiðslu fara þær beint í merkingu. Afhending á treyjunum hefst þriðjudaginn 20. desember á skrifstofu HSÍ.