Áfrýjunardómstóll HSÍ | Dómur í máli 1/2024 Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 1/2024, Knattspyrnufélagið Haukar gegn ÍBV Íþróttafélagi. Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2024/12/afryjunardomstoll_hsi.pdf
A karla | 18 manna leikmannahópur Íslands fyrir HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 18 leikmenn sem leika munu fyrir hönd Íslands á HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi í janúar nk. Landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar og heldur af landi brott 8. janúar…
Yngri landslið | Æfingahópur U-21 árs karla Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 2.-4.janúar. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Abler á næstu dögum. Nánari upplýsingar veita þjálfarar liðsins. Leikmenn :Ágúst Guðmundsson HKAndri Fannar Elísson HaukarAri Dignus Maríuson HaukarArnþór Sævarsson FramAtli Steinn Arnarsson GróttaBirkir…
Dómstóll HSÍ | Dómur í máli 2/2024 Dómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 2/2024, Stjarnan handknattleiksdeild gegn Handknattleiksfélagi Kópavogs(HK). Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2024/12/Domur-HSI-nr.-2-2024.pdf
Yngri landslið | Æfingahópar yngri landsliða kvenna U-15, U-16, U-17 og U-19 ára landslið kvenna koma saman til æfingar í lok vikunnar og sitja landsliðin einnig fyrirlesturinn Afreksmaður framtíðarinnar. Afreksmaður framtíðarinnar verður í húsakynnum HR á fimmtudaginn milli kl 18-20:00 þar sem HSÍ í samstarfi við HR eru með fyrirlestra fyrir unglingalandsliðsfólkið okkar ásamt mat….
Yngri landslið | Æfingahópar yngri landsliða karla U-15, U-16 og U-17 ára landslið karla koma saman til æfingar í lok vikunnar og sitja landsliðin einnig fyrirlesturinn Afreksmaður framtíðarinnar. Afreksmaður framtíðarinnar verður í húsakynnum HR á fimmtudaginn milli kl 18-20:00 þar sem HSÍ í samstarfi við HR eru með fyrirlestra fyrir unglingalandsliðsfólkið okkar ásamt mat. Líkamsmælingar…
A kvenna | Ísland dróst gegn Ísrael Rétt í þessu var dregið í umspil fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta 2025 sem spilað verður í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember á næsta ári. Stelpurnar okkar voru í drættinum í efri styrkleikaflokki eftir að hafa lent í 16. sæti á EM 2024 sem…
A kvenna | Dregið í umspilsleiki HM kvenna í dag Dregið verður í dag um umspilsleiki HM kvenna 2025 sem fram fer 27. nóvember – 14. desember á næsta ári í Hollandi og Þýskalandi. Drátturinn fer fram í Vínarborg en í dag er þar spilað til úrslita á EM 2024 kvenna. Stelpurnar okkar eru í…
HSÍ | Nýja landsliðs treyjan Því miður verður nýja landsliðstreyja HSÍ ekki komin í sölu fyrir jólin á Íslandi. Ástæður þess eru margvíslegar, en markmið okkar er að hefja sölu áður en HM í janúar fer af stað. Við munum upplýsa ykkur um framvindu mála og tilkynna staðfesta dagsetningu fyrir sölu um leið og hún…
Yngri landslið U-19 ára landslið karla leikmannahópur Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 20.-22.desember og til þátttöku á Sparkassen Cup sem fram fer í Þýskalandi 26.-30.desember. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Abler á næstu dögum. Nánari upplýsingar veita þjálfarar liðsins. Þjálfarar :Heimir RíkarðssonMaksim Akbachev Leikmannahópur…
A kvenna | Áhorfs partý í Minigarðinum Klefinn.is og HSÍ og A-landsliðs kvenna bjóða í áhorfs partý á úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í Minigarðinum sunnudaginn 15. desember. Partýið byrjar klukkan 16:00, þá ætlar Silja Úlfars sem er með hlaðvarpið Klefinn að ræða við leikmenn íslenska landsliðsins um Evrópumeistaramótið sem þær eru nýkomnar heim af. Þá verður…
A kvenna | Leikdagur gegn Hollandi Þá er komið að fyrsta leikdegi stelpnanna okkar á EM 2024 sem fer fram í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Holland er fyrsti mótherji Íslands að þessu sinni og hefst leikurinn kl. 17:00 í dag í beinni útsendingu á RÚV. Þjálfarateymi Íslands hefur valið eftirtalda leikmenn í leikinn gegn Hollandi:Markverðir:Elín…
A Kvenna | Holland – Ísland á morgun Kvennalandsliðið hóf daginn snemma í Innsbruck í dag, enda fyrsti leikur liðsins á EM 2024 á morgun gegn Hollandi. Þjálfarateymið hélt góðan fund með leikmönnum fyrir hádegi áður en haldið var á æfingu í Olympichalle, þar sem F-riðillinn fer fram. Fjölmiðlar fengu gott tækifæri til að taka…
Powerade bikarinn | Dregið í 8-liða úrslit karla Í dag var dregið í 8-liða úrslit Powerade bikars karla Í Mínigarðinum. Tveir leikir eru ókláraðir í 16-liða úrslitum en það eru viðureignir Selfoss – FH og Valur – Grótta. Þær fara fram 9. desember. Eftirtalin lið drógust í viðureignir 8-liða úrslita í dag:Fram – Valur/GróttaÍBV –…
Dómstóll HSÍ | Dómur í máli 1/2024 Dómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 1/2024, ÍBV íþróttafélag gegn Knattspyrnufélagi Hauka. Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2024/11/Domur-i-kaerumali-1.2024-undirr.pdf
A kvenna | Fyrsta æfing að baki í Innsbruck Íslenski hópurinn ferðaðist í dag frá Schaffhausen í Sviss yfir til Innsbruck í Austurríki þar sem liðið leikur í F-riðli á EM 2024. Eftir að hafa komið sér fyrir á hótelinu tók við æfing seinni partinn þar sem Hjörtur, styrktarþjálfari og Jóhanna og Tinna sjúkraþjálfarar náðu…
A kvenna | Annað svekkjandi tap gegn Sviss Ísland og Sviss mættust í seinni vináttuleik sínum í Sviss í dag. Okkar konur voru staðráðnar í að hefna fyrir grátlegt tap á föstudaginn síðastliðinn. Óhætt er að segja að aðeins hafi verið eitt lið á vellinum fyrstu 20 mínútur leiksins, en íslensku stelpurnar stóðu fantaþétta vörn…
A kvenna | Sviss – Ísland kl. 15:00 Síðari vináttulandsleikur A landsliðs kvenna gegn Sviss fer fram í dag í BBC Arena í Schaffhausen kl. 15:00. Leiknum verður ekki streymt vegna höfundaréttarmála. Því miður er það niðurstaðan en HSÍ ætlaði að streyma leiknum sjálft til að leyfa stuðningsmönnum Íslands fylgjast með stelpunum. Leikmannahópur Íslands er…
A kvenna | Svekkjandi tap gegn Sviss Í kvöld fór fram fyrri vináttulandsleikur stelpanna okkar gegn Sviss en leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst 29. nóvember nk. í Austurríki. Heimakonur höfðu yfirhöndina snemma leiks og eftir 15 mínútna leik var staðan 10 – 4 Sviss í vil. Okkar stelpur komu sér…
A kvenna | Sviss – Ísland í kvöld Stelpurnar okkar leika fyrri vináttuleik sinn gegn Sviss í kvöld í bænum Möhlin nærri Linz. Leiknum er streymt á https://www.youtube.com/watch?v=L24jwxK7xfE og hefst hann kl. 18:30. Leikmannahópur Íslands er þannig skiptaður:Markverðir:Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus (63/4)Hafdís Renötudóttir, Valur (62/4) Aðrir leikmenn:Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (56/89)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (28/6)Dana Björg…
Bakhjarlar | Adidas og HSÍ í samstarf HSÍ hefur gert samninging við nýjan búningaframleiðanda handknattleikssambandsins og er það Adidas. Þetta er stórt skref fyrir HSÍ, þar sem Adidas er eitt virtasta og þekktasta íþróttavörumerki heims og merkið þekkt fyrir gæði og framúrskarandi hönnun, sem hefur gert vörumerkið að eftirsóknarverðum samstarfsaðila íþróttafólks um heim allan. Samstarfið…
A landslið karla | 35 manna hópur fyrir HM 2025 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðþjálfari hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Króatíu, Danmörku og Noregi. Leikmönnum er raðað í stafrófsröð eftir leikstöðum á listanum hér að neðan. Eftirfarandi leikmenn eru í hópnum. Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg…
Yngri landslið | Landsliðþjálfarar velja hópa Þjálfarar U-15 og U-17 og U-19 ára landsliða kvenna hafa valið æfingahópa fyrir komandi landsliðshelgi sem verður 21. – 24. Nóvember (mismundandi æfingardagar eftir landsliðum). Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Abler á næstu dögum. Nánari upplýsingar veita þjálfarar hvers liðs fyrir sig. U-15 ára…
Skólamót HSÍ | Frábær úrslitadagur að baki Úrslit Skólamóts HSÍ fór fram í dag, fimmtudaginn 14.nóvember, í Safamýri. Eftir undankeppni Skólamótsins höfðu 14 lið unnu sér þátttökurétt á úrslitadeginum í 5.bekk og 17 lið í 6.bekk. Baráttan skein af keppendum en mótið einkenndist þó af gleði og skemmtun. Afar gaman var að sjá fjölda áhorfenda,…
A kvenna | EM hópurinn tilkynntur Þjálfarateymi A landsliðs kvenna tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair hvaða 18 leikmenn hafa verið valdið til þátttöku á EM kvenna sem hefst í lok nóvember. En mótið er að þessu sinni haldið í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Stelpurnar okkar koma saman til æfinga 18. nóv. hér…
Bakhjarlar | 20 ára samstarf við Kempa á enda Það voru tímamót í gær þegar strákarnir okkar léku gegn Georgíu í undankeppni EM 2026, þetta var í síðasta skiptið sem leikið var í landsliðstreyjum frá Kempa. Samstarf Kempa og HSÍ byrjaði 2004 og er því 20 ára farsælu samstarfi lokið. HSÍ þakkar Kempa fyrir frábæra…
A karla | Sigur gegn Georgíu Strákarnir okkar mættu Georgíu í annari umferð undankeppni EM 2026 í dag í Tbilisi. Jafnræði var með liðunum framan af leik en mest komst Ísland í 3 marka forustu. Georgía náði að jafna metin en Ómar Ingi Magnússon skoraðu úr vítakasti í leikslok og Ísland var með eins marks…
A karla | Georgía – Ísland kl. 14:00 Strákarnir okkar mæta Georgíu í dag í undankeppni EM 2026. Liðið tók daginn snemma og í morgun fundaði þjálfarateymið með liðinu og eftir hann héldu strákarnir í stuttan göngutúr. Leikurinn hefst kl. 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Sendum strákunum baráttukveðjur til Georgíu! Áfram…
A karla | Langur ferðadagur og endurheimt Strákarnir okkar lentu snemma í morgun í Georgíu og seinna en áætlað var vegna veikinda farþegar í flugvélinni þeirra frá Munchen. Ívar Benediktsson, ritstjóri Handbolti.is fylgir liðinu til Georgíu og birti frétt í morgun um ferðalag landsliðsins. Hana er hægt að lesa hér: https://handbolti.is/veikindi-ollu-verulegum-tofum-a-komu-til-tiblisi/ Eftir góða hvíld við…
A karla | Ferðadagur til Georgíu Strákarnir okkar héldu af landi brott í morgun er hópurinn flaug með Icelandair til Munchen. Hópurinn er nýlentur þar og hvílir sig á hóteli fram á kvöld þegar haldið verður til Georgíu. Lent verður í Tbilisi 04:00 í nótt að staðartíma, á morgun mun liðið æfa í keppnishöllinni og…
A karla | Sigur gegn Bosníu í kvöld Strákarnir okkar léku sinn fyrsta leik í kvöld í undankeppni EM 2026 þegar þeir mættu Bosníu í Laugardalshöll. Ísland byrjaði leikinn vel og komust strákarnir okkar í 4 – 1 stöðu í upphafi leiks. Jafnræði var með liðunum fram að hálfleik. Síðari hálfleikur kvöldsins var spennandi og…
A karla | Uppselt í kvöld Nú rétt í þessu seldust síðustu miðarnir sem í boði voru á landsleik Íslands og Bosníu í kvöld í Laugardalshöll. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst upphitun þar kl. 19:20, leikurinn sjálfur hefst kl. 19:30. Áfram Ísland!
A karla | Hópurinn gegn Bosníu Strákarnir okkar hefja leik í kvöld í undankeppni EM 2026 þegar Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll kl. 19:30. Örfáir miðar eru eftir í sölu en miðasalan er á Tix.is. Leikurinn verðurí beinni útsendingu á RÚV. Leikskrá dagsins má finna hér: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2024/11/hsi-leikskrakarla_isl_bos_upp.pdf Leikmannahópur Íslands í kvöld er þannig skipaður: Markverðir:…
A karla | Breytingar á leikmannahópi Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert breytingar á leikmannahópi Íslands sem mætir Bosníu í Laugardalshöll á miðvikudaginn kl. 19:30. Vegna meiðsla Arons Pálmarssonar, Elliða Viðarssonar og Sigvalda Guðjónssonar koma til liðs við hópinn í dag Arnar Freyr Arnarsson, Benedikt Óskarsson og Birgir Már Birgisson. Miðasala á leikinn gegn Bosníu…
Yngri landslið | Landsliðþjálfarar velja hópa Þjálfarar U-15, U-17 og U-19 og U-21 árs landsliða karla hafa valið æfingahópa fyrir komandi landsliðshelgi sem verður 4. – 11. Nóvember (mismundandi æfingardagar eftir landsliðum). Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Abler á næstu dögum.Nánari upplýsingar veita þjálfarar hvers liðs fyrir sig. U-15 karlaStefán…
A kvenna | 35 manna hópur kvennalandsliðsins fyrir EM 2024 Þjálfarateymi A landslið kvenna hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á EM 2024 fer fram í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Stelpurnar okkar leika í F-riðli EM og verður riðilinn leikinn í Innsbruck í Austurríki. Með Íslandi í riðli verða Holland, Þýskaland og…
Ísland – Bosnía | Undankeppni EM 2026 🤾 Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2024 á heimaleik gegn Bosníu í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19:30. Fyllum höllina og styðjum strákana okkar Tryggðu þér miða: https://tix.is/event/18554/island-bosnia-undankeppni-em-2026
A kvenna | Frábær sigur á Selfossi Stelpurnar okkar léku í gær síðari vináttulandsleik sinn gegn Póllandi í Set höllinni fyrir framan 700 áhorfendur og lögðu þær Pólland öðru sinni með 28 – 24 sigri. Leikirnir gegn Póllandi var liður í undirbúningi liðsins fyrir EM 2024 sem hefst í lok nóvember. Næst kemur landsliðið saman…
A kvenna | Síðari vináttulandsleikurinn í dag á Selfossi Siðari vináttulandsleikur Íslands og Póllands fer fram í dag kl. 16:00 í Set höllinni á Selfossi. Stelpurnar okkar komu saman í hádeginu í dag á Foss hótel Reykjavík í hádegismat og til fundar með þjálfarateyminu. Liðið ætlar sér sigur í dag eftir frábæra frammistöðu í Lambhagahöllinni…
A kvenna | Hituðu upp í bleiku til stuðnings Krabbameinsfélaginu A landslið kvenna hitaði upp í bleikum bolum í gær til stuðnings við Krabbameinsfélagið og til að vekja athygli Bleiku slaufunni söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins. HSÍ í samvinnu við Margt Smátt sem er einn af samstarfsaðilum HSÍ vildu sýna Krabbameinsfélaginu stuðning í verki með framtakinu í gær…
A kvenna | Sigur gegn Póllandi Stelpurnar okkar léku í kvöld fyrri vináttulandsleik sinn gegn Póllandi í Lambhagahöllinni. Íslenska landsliðið mætti af krafti til leiks og spilaði liðið frábærlega í fyrrihálfleik og átti Pólska liðið fá svör gegn sterkum leik Íslands. Staðan í hálfleik var 18 – 9 Íslandi í vil. Pólska liðið náði með…
A kvenna | Hópurinn gegn Póllandi Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið þá 18 leikmenn sem leika gegn Póllandi í kvöld í Lambhagahöllinni kl. 20:15. Frítt er á leikinn og er hann í beinni útsendingu á Handboltapassanum. Dana Björg Guðmundsdóttir leikmaður Volda í Noregi leikur sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld. Sandra Erlingsdóttir,…
A kvenna | Leikdagur hjá stelpunum okkar Fyrri vináttulandsleikur A landsliðs kvenna fer fram í kvöld í Lambhagahöll og hefst viðureign Íslands og Póllands kl. 20:15. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir EM 2024 sem hefst í lok nóvember og eru þetta einu leikir liðsins hér á landi fyrr stórmótið. Síðari viðureignin fer fram…
A kvenna | Katrín Tinna Jensdóttir kölluð til Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur kallað inn í vináttulandsleikina um helgina gegn Póllandi Katrínu Tinnu Jensdóttur leikmann ÍR. Katrín Tinna hefur leikið 19 landsleiki fyrir landsliðið og skorað í þeim 19 mörk og tók hún m.a. þátt í HM 2023 á síðasta ári með landsliðinu. Fyrri leikur…
A karla | Miðasalan hafin á Ísland – Bosnía Strákarnir okkar leika fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. nóvember gegn Bosníu. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Miðasalan á leikinn hófst í dag og fer hún fram á Tix, hægt er að kaupa miða með…
A karla | 18 leikmenn kallaðir í næsta verkefni Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari tilkynnti í dag nöfn þeirra 18 leikmanna sem eru kallaðir til í næsta verkefni strákanna okkar. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19:30 gegn Bosníu. Síðan halda strákarnir okkar til Georgíu og leika þar sunnudaginn…
A kvenna | Vináttuleikir gegn Póllandi A landslið kvenna kemur saman í dag til æfinga en liðið leikur næstu helgi tvo vináttulandsleiki gegn Póllandi. Fyrri leikur liðanna fer fram í Lambhagahöllinni á föstudaginn kl. 20:15 og síðari leikurinn verður í Set höllinni á Selfossi á laugardaginn kl. 16:00. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á…
EHF | Evróputvenna í Krikanum í kvöld! Það verður mikil handboltaveisla í dag í Kaplakrika þegar Valur mætir Porto kl. 18:15 og FH mætir Gummersbach kl. 20:30 í Evrópudeild EHF. Einungis er í boði að kaupa passa sem gilda á báða leikina. Hægt er að kaupa barnapassa, fullorðinspassa og VIP-passa. Þetta er gert vegna góðrar…
Powerade bikarinn | Spennandi viðureignir framundan Dregið var í dag í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade bikarnum. Drættinum var streymt á Youtube rás HSÍ. Í pottinum í 16-liða úrslitum kvenna eru voru: ÍBV, Fram, Stjarnan, ÍR, Selfoss, Grótta, KA/Þór, HK, Afturelding, Fjölnir, Berserkir, Víkingur og FH. Valur, sem Íslandsmeistarar og Haukar vegna þáttöku…
Powerade bikarinn | Dregið í 16-liða úrslit Dregið verður í dag í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade bikarnum. Drátturinn hefst kl. 14:00 og verður honum streymt á Youtube rás HSÍ.https://www.youtube.com/watch?v=nMoWAYUTmhI Í pottinum í 16-liða úrslitum kvenna eru eftirfarandi lið: ÍBV, Fram, Stjarnan, ÍR, Selfoss, Grótta, KA/Þór, HK, Afturelding, Fjölnir, Víkingur og FH. Valur,…