
Strákarnir okkar luku leik á fjögurra landa mótinu í handbolta í Þýskalandi í dag með því að tapa fyrir heimamönnum, 32:24. Sigurinn tryggði Þýskalandi sigur á mótinu en Ísland endar í öðru sæti eftir sigra gegn Austurríki og Rússlandi. Eins og tölurnar gefa til kynna voru Þjóðverjar mikið betri aðilinn í dag á öllum sviðum handboltans. Varnarleikur Íslands var skelfilegur og markvarslan nær engin til að byrja með en Aron Rafn kom þó inn á og varði ellefu skot.