Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem héldu til Svartfjallalands í morgun en framundan er fyrri umspilsleikur Íslands og Svartfjallalands um laust sæti á HM.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 17 manna landsliðshóp fyrir leikina í undankeppni EM gegn Ísrael og Svartfjallandi.
Nú í júní verða dómarar og eftirlitsmenn á fararfæti eins og svo oft áður.
Handknattleiksdeild Þórs óskar eftir að ráða yfirþjálfara/þjálfara til starfa hjá félaginu næsta handknattleikstímabil sem hefst í ágúst 2015.
Hulda Dagsdóttir leikmaður Fram hefur verið kölluð inn í landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Svartfjallalandi. Jafnframt hefur Karólína Bæhrenz Lárudóttir þurft að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla.
Handknattleiksdómararnir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson hafa verið boðaðir af Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF, til þess að dæma á heimsmeistaramóti U-21 árs liða karla í handknattleik. Mótið fer fram í Brasilíu frá 20. júlí til 1. ágúst næstkomandi.
Steinunn Hansdóttir, leikmaður Skanderborg, hefur verið kölluð inn í landsliðshóp kvenna í handknattleik í stað Ástu Birnu Gunnarsdóttur, sem á við meiðsli að stríða.
Ísland og Svartfjallaland mætast í tvígang í Laugardalshöll sunnudaginn 14.júní næstkomandi. Kvennalið þjóðanna mætast í síðari umspilsleik sínum fyrir HM í Danmörku í desember og karlaliðin eigast við í síðustu umferð undanriðilsins fyrir EM í Póllandi á næsta ári. Miðasala á leikin er hafin.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson landsliðsþjálfarar u-15 ára landsliðs kvenna hafa valið 16 manna hóp sem mun fara til Skotlands helgina 14.-17. ágúst og taka þar þátt í æfingarmóti.
Unglingaráð handknattleiksdeildar HK leitar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins fyrir tímabilið 2015-2016.
Mótanefnd HSÍ hefur borist þátttökutilkynning frá 18 karlaliðum og 14 kvennaliðum fyrir keppnistímabilið 2015-2016.
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem fara til Póllands í nótt.
Valinn hefur verið fyrsti Afrekshópur karla á vegum HSÍ. Hópurinn verður við æfingar næstu þrjár vikur undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍ.
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið 23 leikmenn til að taka þátt í undirbúningi fyrir umspilsleikina við Svartfjallaland um laust sæti á HM 2015.
Tveir íslenskir landsliðsmenn eru í hópi þeirra sem tilnefndir eru í úrvalslið Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á yfirstandandi leiktíð, Guðjón Valur Sigurðsson leikmaður Barcelona og Alexander Petersson leikmaður Rhien-Neckar Löwen. Þá er Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, tilnefndur sem besti þjálfarinn.
Íslensku ungmennalandsliðin í handknattleik, U-15 og U-17, mættu landsliðum Færeyja í heljarmikilli handboltaveislu í Laugardalshöll um nýliðna helgi. Þetta voru fyrstu opinberu landsleikir U-15 liðanna og atburðurinn því sögulegur. Liðin léku alls átta leiki og unnu íslensku liðin sex þeirra, en þau færeysku tvo.
Dregið hefur verið í riðla á HM U-19 sem fram fer í Rússlandi í ágúst á þessu ári. Ísland leikur í B-riðli með Spáni, Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela.
Kl. 17.00 | Laugardalshöll
Kl. 14.30 | Laugardalshöll
Kl. 16.45 | Tel Aviv
Kl. 18.30 | Podgorica
Kl. 16.00 | Gdansk
Kl. 15.30 | Gdansk
Kristín Guðmundsdóttir úr Val og ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson voru valin bestu leikmenn Olís-deilda karla og kvenna á lokahófi HSÍ. Efnilegustu leikmenn deildanna eru Egill Magnússon úr Stjörnunni og Lovísa Thompson úr Gróttu.
Gísli Hlynur Jóhannsson var endurkjörinn formaður Handknattleiksdómarasambands Íslands, HDSÍ, á ársþingi þess í dag. Með honum í stjórn sambandsins sitja næsta starfsárið þeir Anton Gylfi Pálsson, Arnar Sigurjónsson, Bjarni Viggósson og Ingvar Guðjónsson.
Um helgina leika fjögur unglingalandslið HSÍ vináttulandsleiki við Færeyjnga í Laugardalshöll. Um er að ræða leiki hjá u-17 og u-15 ára landsliðum karla og kvenna.
Valinn hefur verið fyrsti Afrekshópur kvenna á vegum HSÍ. Hópurinn verður við æfingar næstu þrjár vikur undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍ.
Grótta er Íslandsmeistari kvenna í handknattleik, en Seltirningar tryggðu sér titilinn með sigri á Stjörnunni, 24-23, í hádramatískum fjórða leik í úrslitum. Stjarnan hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 13-10, og var lengstum skrefi á undan, en Grótta tryggði sér sigurinn, og titilinn, með frábærum endaspretti og sigurmarki Lovísu Thompson tveimur sekúndum fyrir leikslok.
Haukar eru Íslandsmeistarar karla í handknattleik 2015. Þeir unnu Aftureldingu í þriðja leik úrslitarimmunnar í N1-höllinni að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld með 27 mörkum 24 og fóru því taplausir í gegnum úrslitakeppnina. Þetta er níundi Íslandsmeistaratitill Hauka síðan um aldamót.
Valinn hefur verið æfingarhópur u-17 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga í næstu viku og leikur 2 vináttulandsleiki við Færeyjar um aðra helgi.
Lokahóf Handknattleikssambands Íslands verður haldið í Gullhömrum laugardaginn 16.maí næstkomandi. Húsið verður opnað klukkan 19.00, því verður lokað klukkan 20.00 og borðhald hefst fimmtán mínútum síðar.
Valinn hefur verið æfingahópur u-17 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til æfinga í næstu viku og leikur 2 vináttulandsleiki við Færeyjar um aðra helgi.
Valinn hefur verið æfingahópur u-15 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga í næstu viku og leikur 2 vináttulandsleiki við Færeyjar um aðra helgi.
Kl. 19.30 | TM-höll
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalið mál lá fyrir fundinum og var afgreitt.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á þriðja leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitum Olís deildar kvenna 10. maí næstkomandi verða að sækja miða á leikinn föstudaginn 8. maí, milli kl.13:00 og 16:00 í Hertz Höllina (skrifstofu Gróttu).
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson, landsliðsþjálfarar U-15 ára landsliðs kvenna, hafa valið 28 manna æfingahóp sem mun æfa dagana 14. og 15. maí nk. og spila tvo vináttulandsleiki við Færeyjar helgina 16. og 17. maí.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á annan leik Stjörnunnar og Gróttu í úrslitum Olís-deildar kvenna 7. maí næstkomandi verða að sækja miða á leikinn á morgun miðvikudag eða fimmtudaginn 7.maí, milli kl.13.00 og 16.00 í Ásgarði í Garðabæ.
Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa fengið það verkefni að dæma úrslitaleik EHF-keppninnar sem fram fer í Max Schmeling-höllinni í Berlín þann 17.maí.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á fyrsta leik Aftureldingar og Hauka í úrslitum Olís deildar karla 6. maí næstkomandi verða að sækja miða á leikinn þriðjudaginn 5. maí, milli kl.18:00 og 20:00 að Varmá.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á fyrsta leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitum Olís deildar kvenna 5. maí næstkomandi verða að sækja miða á leikinn þriðjudag 5. maí, milli kl.13:00 og 16:00 í Hertz Höllina (skrifstofu Gróttu).
Kl. 16.00 | Hertz-höll
Kl. 19.30 | TM-höll
Kl. 19.30 | Hertz-höll
FH er Íslandsmeistari í 2.flokki karla eftir sigur á Val í úrslitaleik í Kaplakrika, 23-22. Valur hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 13-9.
Fylkir er Íslandsmeistari í 3.flokki kvenna eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik 32-25. Fylkir hafði sjö marka forystu í hálfleik 20-13.
Valur er Íslandsmeistari í 3.flokki karla eftir sigur á HK í úrslitaleik 35-24. Staðan í hálfleik var 17-11, Valsmönnum í vil.
HK er Íslandsmeistari í 4.flokki kvenna E eftir sigur á KA/Þór í úrslitaleik 16-14. Staðan í hálfleik var 8-7 HK í vil.
FH er Íslandsmeistari í 4.flokki karla E eftir sigur á Þór í hádramatískum framlengdum úrslitaleik 26-25. Staðan í hálfleik var 9-5, FH í vil.
Fylkir er Íslandsmeistari í 4.flokki kvenna Y eftir sigur á Haukum í úrslitaleik, 18-17. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12.