Helgina 2.-4. október verður haldið C-stigs dómaranámskeið ef næg þátttaka fæst. C-stig er efsta stig dómararéttinda og veitir rétt til að dæma alla leiki. Skráning fer fram á robert@hsi.is og lýkur miðvikudaginn 30.september nk. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma.
Helgina 2.-4. október nk verður haldið B-stigs dómaranámskeið á stór-Reykjavíkursvæðinu ef næg þátttaka fæst. B-stig er miðstig dómararéttinda og gefur rétt til að dæma alla leiki nema leiki í meistaraflokki og 2. flokki karla, úrslitaleiki yngri flokka og bikarkeppni yngri flokka.
Grótta varð í kvöld meistarar meistaranna þegar liðið sigraði Val örugglega 27-19 í leik í Hertz Höllinni. Staðan í hálfleik var 15-10 fyrir Gróttu.
Gróttu og ÍBV var spáð Íslandsmeistaratitlum Olís deildar kvenna og karla ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og formanna en spáin var kynnt á kynningarfundi deildanna sem fram fór í dag. Í 1.deild karla var því spáð að Stjarnan fari beint aftur upp í Olís deild karla ásamt annað hvort Fjölni eða Selfoss.
Grótta og Valur mætast á morgun í Meistarakeppni HSÍ. Leikurinn hefst kl.19.00 í Hertz Höllinni.
ÍBV varð í kvöld meistarar meistaranna þegar liðið sigraði Hauka 25-24 í æsispennandi leik í SchenkerHöllinni.
Í kvöld mætast Haukar og ÍBV í Meistarakeppni HSÍ. Leikurinn hefst kl.18.15 í Schenkerhöllinni.
Í vetur verður tekin upp ný regla í meistaraflokki hér heima en stjórn HSÍ hefur fengið leyfi hjá IHF fyrir reglubreytingunni.
Skráning í utandeild kvenna í handbolta stendur nú yfir og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á robert@hsi.is.
Skráning í utandeild karla í handbolta stendur nú yfir og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á robert@hsi.is.
Ákveðið hefur verið að seinka fyrirhuguðu námskeið fyrir tímaverði og ritara sem fram átti að fara fimmtudaginn 3.september. Ný tímasetning er mánudagurinn 7.september milli kl.18.30 og 22.00. Mikilvægt er að allir sem hyggjast starfa sem tímaverðir og ritarar á leikjum í meistaraflokki karla og kvenna, mæti á þetta námskeið. Kynnt verður meðal annars ný regla er varðar markmenn sem tekin verður upp í vetur.
Pepp myndböndin sem íslenska U-19 liðið notaði á heimsmeistaramótinu til að setja sig í rétta gírinn eru nú aðgengileg. Sjáðu myndböndin hér að neðan.
Íslendingar mættu Spánverjum í leik um 3. sæti á heimsmeistaramóti U-19 í Rússlandi. Lokatölur 26-22 og Ísland tekur því bronsverðlaunin á mótinu. Glæsilegur árangur.
Ísland mætir Spáni í dag kl 10:30 í leik um 3.sæti heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi.
Í haust fer starf dómaranefndar á fullt og er eftirfarandi á dagskrá.
Ísland og Slóvenía mættust nú rétt í þessu í undanúrslitum heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi. Leiknum lyktaði með 30-31 sigri Slóvena. Ísland leikur því um 3. sætið á morgun kl 10:30 gegn annaðhvort Spánverjum eða Frökkum, en undanúrslitaleikur þeirra hefst kl 13:00.
Ísland mætir Slóveníu á morgun kl 10:30 í undanúrslitum heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi. Lið Slóveníu sigraði Norðmenn 34-29 í 8 liða úrslitum keppninnar, í leik þar sem Slóvenía var með frumkvæðið allan leikinn og Normenn náðu einungis tvisvar að jafna leikinn. Ísland sigraði eins og allir vita lið Brasilíu í 8 liða úrslitum. Íslensku strákarnir ætla sér að sjálfsögðu sigur í þessum leik en það er samt ljóst að Ísland mun alltaf spila um medalíu á þessu móti, leikurinn á morgun ræður hinsvegar litnum á metalíunni sem spilað verður upp á.
Ísland og Brasilía mættust í 8 liða úrslitum heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi. Lokatölur 32-27 fyrir Íslandi og er liðið því á leið í undanúrslit heimsmeistaramóts U-19. Þar mætir Ísland annaðhvort Norðmönnum eða Slóvenum en leikur þeirra hefst kl 15:30. Undanúrslitaleikurinn verður spilaður á miðvikudaginn kl 10:30.
U-15 ára landslið kvenna sigruðu í dag Skotland 47-5 í lokaleik liðsins á æfingarmóti í Skotlandi.
Ísland mætir Brazilíu á morgun kl 10:45 í 8 liða úrslitum heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi. Brazilía bar sigurorð af Rússlandi í dag, 28-26, í 16 liða úrslitum þar sem þeir höfðu frumkvæðið í allan leikinn. Fyrr í dag tryggði Ísland sér sæti í 8 liða úrslitum með sigri á Suður Kóreu. Þar sem að leikir Rússlands eru í beinni sjónvarpsútsendingu verður leikur Íslands kl 10:45 en ekki 13:00 eins og til stóð
Ísland mætti Suður Kóreu í 16. liða úrslitum heimsmeistarakeppni U-19 í Rússlandi. Lokatölur 34-28 og Ísland komið í 8 liða úrslit. Íslenska liðið var með frumkvæðið nánast allan leikinn en náði þó ekki að slíta liðsmenn Suður Kóreu frá sér fyrr en vel var liðið á seinni hálfleikinn.
U-15 ára landslið kvenna spilaði í dag við úrvalslið Skotlands í öðrum leik liðsins á æfingarmóti í Skotlandi.
Ísland og Suður Kórea mætast í fyrramálið kl 8:30, leikurinn er fyrsti leikur 16. liða úrslita á heimsmeistaramóti U-19 í Rússlandi. Leikurinn fer fram í Divs höllinni en Ísland hefur hingað til leikið í Uralets höllinni. ATH – breyttur linkur á beina útsendingu.
U-15 ára landslið kvenna lék í kvöld fyrsta leik sinn á æfingarmóti í Skotlandi en liðið lék við England.
U-15 ára landslið kvenna hélt í morgun af stað til Skotlands þar sem liðið tekur þátt í æfingarmóti og mætir Englandi, Möltu og Skotlandi.
Suður Kórea bar sigurorð af Póllandi í dag í úrslitaleik um 4. sæti A-riðils. Ísland mætir því Suður Kóreu í 16. liða úrslitum sem sigurvegari B-riðils. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kl 8:30 í Divs höllinni, Ísland mun því leika í hinni keppnishöllinni í 16. liða úrslitum. Nánar um leikjaniðurröðun úrslitakeppninnar í fréttinni.
Ísland sigraði Venesúela örugglega 47-19 í lokaleik sínum í riðlakeppni heimsmeistarakeppni U-19 í Rússlandi. Leikurinn var þægilegur fyrir Ísland sem hvíldi nokkra lykil leikmenn fyrir komandi átök.
Íslenska U-19 landsliðið mætir liði Venesúela í lokaleik sínum í B-riðli heimsmeistaramótsins kl 5 í fyrramálið. Í dag var enginn leikur hjá strákunum og notuðu þeim tímann m.a. til að skoða borgina og fara að álfumörkum Evrópu og Asíu.
Ísland mætti Noregi í 4. leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramóts U-19. Um hreinan úrslitaleik í riðlinum var að ræða. Lokatölur 32-29 fyrir Íslandi. Ísland er því komið á topp riðilsins og verður þar, hvernig sem seinasta umferðin fer.
Ísland mætir í dag Noregi kl. 11:00 í 4. leik sínum í B-riðli heimsmeistaramóts U-19. Bæði lið eru ósigruð í riðlinum og mun sigurvegarinn setjast einn í fyrsta sæti riðilsins. Sigur hjá Íslandi í dag mun líka þýða sigur í riðlinum.
Ísland sigraði Egyptaland í 3. leik sínum á heimsmeistaramóti U19. Lokatölur urðu 31-29 fyrir Íslandi, sem leiddu þó allan leikinn með 3-8 mörkum. Ísland hleypti Egyptum þó inn í leikinn á lokamínútunum en þó héldu Íslendingar alltaf 2 marka forustu. Hjá Íslandi fengu flestir leikmenn þó nokkurn spilatíma og skoruðu t.a.m. allir útileikmenn liðsins að Agli Magnússyni undanskildum, sem hvíldi allan leikinn.
Ísland var rétt í þessu að tryggja sér sigur á Spánverjum í algerum háspennuleik. Lokatölur 25-24 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti frá Ómari Magnússyni þegar 49 sek voru til leiksloka. Spánverjar fengu lokasókn en fengu dæmt á sig sóknarbrot þegar 5 sek voru eftir.
Ísland sigraði Þýskaland í fyrst leik sínum á heimsmeistaramóti U-19 í Rússlandi. Íslenska liðið spilaði frábærlega allan leikinn.
Heimsmeistaramót U-19 hófst í dag með leik Rússa og Alsír. Heimamenn unnu öruggan sigur 45-34. Fyrsti leikur Íslands verður á morgun gegn Þjóðverjum kl 15:00 (íslenskur tími).
U-19 ára landslið karla lék í dag sinn síðasta æfingaleik fyrir HM. Leikið var við félagslið frá Finnlandi í gömlu neðanjarðarbyrgi, rétt fyrir utan Helsinki Leikurinn vannst 32-24, markahæstu menn voru Sigtryggur Rúnarsson(8), Óðinn Ríkarðsson (7).
U-19 ára landslið karla hélt á morgun af stað til Rússlands þar sem liðið tekur þátt á Heimsmeistaramótinu sem þar fer fram dagana 7.-20. Ágúst.
Næsta laugardag mun handboltafólk landsins koma saman í Nauthólsvík og taka þátt í Íslandsmótinu í Strandhandbolta.
Þeir Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu halda til Los Angeles nk. fimmtudag þar sem þeir koma til með að dæma á Special Olympics sem fer fram dagana 25.-02. ágúst.
Hið árlega Íslandsmót í strandhandbolta fer fram í 11 skipti laugardaginn 25. júlí.
Þeir Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í úrvalsliðið á Opna Evrópumótinu en tilkynnt var um valið í dag.
U-19 ára landslið karla vann glæstann sigur á Svíum 31-29 í úrslitaleik á Opna Evrópumótinu sem lauk í Gautaborg í kvöld.
Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson hafa valið leikmenn til að taka þátt í afreksæfingum stúlkna fæddra 1998 og 1999.
Ísland spilar í B-riðli sem leikinn er í Katowice á Evrópumótinu í Póllandi sem fer fram 15. til 31. janúar 2016. Með Íslandi í riðli eru Króatía, Hvíta-Rússland og Noregur.
Á undanförnum vikum hafa átt sér stað viðræður milli Handknattleikssambands Íslands og Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara karla um áframhaldandi samstarf og hefur verið gert samkomulag við hann til næstu tveggja ára um þjálfun karlalandsliðsins. Jafnfram munu þeir Gunnar Magnússon og Ólafur Stefánsson starfa áfram sem aðstoðarþjáfarar karlalandsliðsins.
U-19 ára lið karla spilaði æfingaleik við jafnaldra frá Qatar í dag, en Qatar er einnig að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi eins og íslensku strákarnir.
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann sannfærandi tólf marka sigur á Svartfellingum í Laugardalshöll, 34-22, í lokaleik fjórða undanriðils EM 2016. Staðan í hálfleik var 19-11, Íslandi í vil. Sigurinn tryggir Íslandi efsta sæti riðilsins og farseðilinn á EM í Póllandi í upphafi næsta árs.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik gerði í dag jafntefli við Svartfellinga í Laugardalshöll, 19-19, í umspili fyrir HM í Danmörku í desember. Staðan í hálfleik var 11-10, gestunum í vil. Þetta var síðari leikir liðanna, en Svartfellingar unnu þann fyrri með níu marka mun og hafa því tryggt sér sæti á HM.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið 16 manna hóp sem tekur þátt í leiknum gegn Ísraelum í undanriðli EM síðar í dag. Ólafur Andrés Guðmundsson er hvíldur í dag.
Handhafar A aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á landsleiki Íslands og Svartfjallalands nk. sunnudag geta nálgast miða á leikina nk. fimmtudag milli kl.11 og 13 á skrifstofu HSÍ.
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði með níu marka mun, 28:19, fyrir landsliðinu Svartfellinga í fyrri viðureign liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku í desember. Staðan í hálfleik var jöfn, 12:12, en leikið var í Podgorica í Svartfjallalandi.