Strákarnir okkar spila við Dani kl. 10.30 í keppninni um 5. – 8. sæti. Beina útsendingu frá leiknum má sjá hér fyrir neðan:
Í vetur mun dómaranefnd HSÍ bjóða uppá A og B stigs dómaranámskeið.
Dómaranefnd mun einnig halda áfram þeirri vinnu að bjóða uppá A-stigs dómaranámskeið í vetur.
Almennt námskeið fyrir tímaverði og ritara verður haldið þriðjudaginn 13.september.
Þriðjudaginn 30. ágúst milli kl.17.30 og 19.00 verður haldið endurmenntunarnámskeið fyrir tímaverði og ritara.
C-stigs dómaranámskeið, en það er efsta stig dómararéttinda, verður haldið í ágúst og september fyrir C stigs dómaraefni félaga.
Dómaranefnd HSÍ heldur 2 námskeið fyrir tímaverði og ritara í ágúst og september.
C-stigs dómaranámskeið, en það er efsta stig dómararéttinda, verður haldið í ágúst og september fyrir C stigs dómaraefni félaga.
Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn frábæru þýsku liði í dag, eftir 10 mínútna leik stigu Þjóðverjarnir á bensíngjöfina og litu aldrei tilbaka.
Leikur Ísland og Þýskalands hefst kl. 15.00, beina útsendingu frá leiknum má sjá hér:
U-18 ára landslið karla tapaði í dag gegn Serbum í sveiflukenndum leik á EM í Króatíu.
Hér fyrir neðan má sjá beina úrsendingu frá leik Íslands og Serbíu, leikurinn hefst kl.15.00.
Nú rétt í þessu var leik Króata og Svía að ljúka með jafntefli, 31-31.
Íslensku strákarnir unnu Tékka í dag á EM 18 ára liða í Króatíu.Þeir lögðu grunninn að sigrinum með frábærum kafla í fyrri hálfleik og höfðu eftir það þægilega forystu út leikinn.
Strákarnir unnu í dag frábæran sigur á sterku liði Svía í hörkuleik. Þrátt fyrir að á móti hafi blásið í byrjun leiks gáfust strákarnir aldrei upp og stóðu uppi sem sigurvegarar eftir 60 mínútur.
í dag hóf íslenska u-18 ára landsliðið leik á Evrópumótinu í Króatíu. Fyrsti leikurinn var gegn heimamönnum og þrátt fyrir örlítið stress hjá íslensku strákunum í fyrri hálfleik þá hristu þeir það af sér í þeim seinni og létu Króata hafa fyrir hlutunum.
Nú rétt í þessu var að hefjast leikur Íslands og Króatíu á EM 18 ára liða. Leikinn má sjá í beinni útsendingu hér í fréttinni.
Evrópukeppni 18 ára landsliða fer fram í Króatíu næstu tvær vikurnar, íslensku strákarnir komu inná hótel í Koprivnica nú undir kvöld og nú fer í hönd lokaundirbúningur fyrir fyrsta leik liðisins.
Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík.
Ísland tryggði sér 7. sæti á EM U-20 í Danmörku með 38-33 sigri á Póllandi. Besti árangur U-20 liðs á EM.
Ísland og Pólland mætast kl 7:30 í leik um 7. sæti á EM U-20 í Danmörku. Eftir svekkjandi tap fyrir Dönum í síðasta leik ætla strákarnir að klára þetta mót með sæmd.
Ísland mætti í dag Danmörku á EM U-20 í Danmörku. Leikurinn var umspilsleikur um hvort liðið spilaði um 5. sæti á mótinu. Lokatölur 28-24 fyrir Dönum og munu íslensku strákarnir því spila um 7. sæti á sunnudaginn kl 7:30.
Riðlakeppni Evrópumeistaramóts U-20 landsliða lauk í gær. Ísland endaði í 3. sæti í milliriðli 1 og spilar því um 5-8. sæti. Ísland leikur við Dani, sem enduðu í 4. og neðsta sæti milliriðils 2, kl 11:00 í fyrramálið.
Ísland spilaði við Frakka í milliriðli EM U-20 kl 12:00. Lokatölur 31-38 og þurfa Íslensku strákarnir því að bíða eftir úrslitum í leik Spánverja og Pólverja til að vita hvort liðið leikur í undanúrslitum eða um 5-8. sæti. Úrslit leiksins eru mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið.
Ísland mætir núverandi Evrópu- og heimsmeisturum frá Frakklandi kl 12:00 í lokaleik í milliriðlium á EM U-19. Undir er sæti í undanúrslitunum. Íslandi dugar 1 stig til að tryggja sér 1. eða 2. sætið í riðlinum en Frakkar þurfa á sigri að halda.
Ísland og Pólland mættust í fyrsta leik í milliriðli kl 12:00 í dag. Óhætt er að segja að íslenska liðið hafi spilað frábærlega á löngum köflum í leiknum og uppskáru eftir því 12 marka sigur, 36-24.
Ísland og Pólland mætast kl 12:00 í fyrsta leik í milliriðlum EM U-20. Leikurinn fer fram í Sydbank Arena, en það er fyrsti leikur strákanna í höllinni. Bæði lið þurfa nausynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast lengra í mótinu. Eftir svekkjandi jafntefli við Spánverja í síðasta leik eru strákarnir staðráðnir í að klára þennan leik af fullum krafti.
Riðlakeppni Evrópumeistaramóts U-20 landsliða karla lauk lauk í gær. Ísland endaði í 2. sæti í B-riðli með jafn mörg stig og Spánverjar en lakari markatölu. Ísland og Spánn fara bæði í milliriðil úr B-riðli með 1 stig. Þar munu þau mæta Frökkum og Pólverjum úr A-riðli.
Ísland og Spánn gerðu jafntefli í uppgjöri toppliða B-riðils EM U-20 í leik þar sem Spánverjar jafna úr víti þegar leiktíminn er úti. Spánverjar vinna því riðilinn á betri markatölu. Liðin munu svo deila með sér stigunum þegar milliriðlar hefjast á þriðjudag.
Ísland og Spánn mætast kl 18:00 í úrslitaleik um sigur í B-riðli á EM U-20 í Danmörku. Um sannkallaðan 4 stiga leik er að ræða þar sem sigurvegarinn mun ekki einungis sigra riðilinn heldur mun hann taka 2 dýrmæt stig með sér í milliriðil.
Í dag var ekki leikur hjá strákunum á EM í Danmörku. Strákarnir nýttu tímann vel og fóru að stöðuvatni hérna nærri þar sem þeir fengu sér að borða og brugðu á leik.
Ísland sigraði silfurliðið frá HM í fyrra í öðrum leik sínum á EM. Lokatölur 23-19 þar sem strákarnir tryggðu sér sigurinn með góðum lokakafla.
Ísland mætir kl 18:00 í dag gríðarsterku liði Slóvena á Evrópumeistaramóti U-20 landsliða. Ísland og Slóvenía mættust í undanúrslitum á HM í fyrra þar sem Slóvenar unnu, 31-30 með góðum lokakafla eftir að íslenska liðið leiddi í hálfleik með 4 mörkum. Slóvenar spiluðu svo til úrslita þar sem þeir töpuðu fyrir Frökkum.
Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp. Hópurinn æfir í Reykjavík 7. – 12. ágúst.
Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik riðlakeppni Evrópumeistaramóts U-20, lokatölur 32-31 fyrir Íslandi. Jafnræði var með liðunum lengst af og munaði aldrei meira en 3 mörkum. Strákarnir lönduðu þó góðum sigri og eru því komnir með 2 stig í riðlinum.
Mikið var um dýrðir í góða veðrinu fyrir utan húsakynni ÍSÍ í morgun þegar ráðamenn ríkisstjórnarinnar og ÍSÍ skrifuðu undan nýjan samning um stóraukið fjármagn í afrekssjóð ÍSÍ.
Ísland hefur kl 18:00 í dag leik á Evrópumeistaramóti U20 landsliða sem fram fer í Kolding í Danmörku. Fysti mótherjinn er Rússland sem jafnframt er eini mótherjinn í riðlinum sem íslensku strákarnir hafa ekki mætt nýlega. Rússland, á heimavelli, endaði í 11. sæti á HM U19 í fyrra.
Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum U-20 er mætt til Kolding í Danmörku þar sem þeir munu taka þátt í Evrópumeistaramóti U-20 landsliða. Mótið fer fram í Kolding og Vamdrup og mun íslenska liðið spila sinn riðil í ARENA SYD höllinni í Vamdrup.
Maksim Akbashev þjálfari u-14 ára landsliðs karla hefur valið 21 leikmann til æfinga helgina 19. – 21. ágúst.
Í morgun var dregið í fyrstu umferðir Evrópukeppna. Þrjú íslensk lið eru skráð til leiks, karla- og kvennalið Hauka ásamt karlaliði Vals.
Hið árlega strandhandboltamót fer fram í Nauthólsvík 23. júlí n.k.
Heimir Ríkarðsson þjálfari u-16 ára landsliðs karla hefur valið 29 leikmenn til æfinga 21. – 24. júlí n.k.
Stelpurnar okkar í u-18 ára landsliði kvenna tryggðu sér í dag 13. sætið á European Open með góðum sigri á nágrönnum okkar frá Færeyjum.
Stelpurnar okkar unnu góðan sigur á Georgíu í dag í síðasta leik millirðilsins.
Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Slóvakíu í leik dagsins á Opna Evrópumótinu í Gautaborg.
Stelpurnar okkar spiluðu tvo leiki í dag, í morgun gegn Sviss og svo eftir hádegið á móti Noregi.
U-18 ára landslið kvenna spilaði við Rúmeníu og Svartfjallaland í dag.
Í dag hefur u-18 ára landslið kvenna þátttöku sína á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í Svíþjóð.
U-18 ára landslið karla tapaði gegn Þýskalandi í lokaleik á æfingamótinu í Lübeck í Þýskalandi.
U-18 ára landslið karla vann Ísrael 42-39 í sannkölluðum markaleik á æfingamóti í Lübeck í Þýskalandi.