Árangur yngri landsliða á stórmótum
Árangur yngri landsliða á stórmótum í gegnum tíðina hefur heilt yfir verið góður. Þar ber helst að nefna karla megin 3.sæti á HM 1993 hjá U-21, HM 2015 í Rússlandi þar sem U-18 endaði í þriðja sæti, HM í Túnis árið 2009 þar sem U-18 vann til silfurverðlauna og að lokum árið 2003 þar sem U-18 vann til gullverðlauna á EM í Slóvakíu.