Okkar fremsta dómarapar, þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða í Danmörku næstu tvær vikurnar.
Þar dæma þeir á HM kvenna en þetta er fyrsta stórmótið sem þeir félagar dæma saman. Anton Gylfi og Hlynur Leifsson fóru saman á þrjú lokamót áður en Hlynur lagði flautuna á hilluna 2013. Jónas Elíasson er hinsvegar á sínu fyrsta stórmóti en áður hefur hann dæmt á nokkrum lokamótum yngri landsliða m.a. úrslitaleik u21 karla árið 2011 í Argentínu með Ingvari Guðjónssyni.
Anton Gylfi og Jónas dæma í dag leik Suður-Kóreu og Frakklands í Kolding, leikurinn hefst kl. 17.15.