Allur pakkinn á EM og HM í handbolta með Icelandair

Nú er ljóst að íslensku handboltalandsliðin okkar eiga spennandi tíma fram undan. Stelpurnar okkar spila á EM í Innsbruck í desember og strákarnir fara á HM í Zagreb í janúar. Icelandair einfaldar ferðalagið fyrir stuðningsfólk og hefur sett í sölu fjölbreyttar pakkaferðir á báða þessa viðburði.

Strákarnir okkar í Króatíu
Tveir frábærir handboltapakkar á milliriðlana í Zagreb. Innifalið í þeim er flug, hótel, leikdagspassar og rútuferðir til og frá flugvelli. Hægt er að velja milli ferðar sem nær yfir alla leiki í milliriðli eða fara á leik tvö og þrjú í milliriðli.

Stelpurnar okkar í Austurríki
Tveir frábærir handboltapakkar – innifalið flug til og frá München og dagspassar á leiki Íslands í Olympia Hall. Val um þrjá leiki eða fyrstu tvo leiki Íslands.

Einstakt tækifæri til þess að upplifa háspennustemningu og skella sér á leikina!

Nánari upplýsingar um pakkaferðir Icelandair á EM kvenna & HM karla eru aðgengilegar hér: https://www.icelandair.com/is/pakkaferdir/ithrottir/

Áfram Ísland!