Úrskurður aganefndar sunnudaginn 16. apríl 2017.
Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:
1. Josip Juric Gric leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik ÍBV og Vals í Mfl.ka 15.04 2017. Leikmaðurinn hefur áður hlotið leikbann á þessu tímabili og bætist því 1 leikur við vegna ítrekunaráhrifa í samræmi við 11. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann.
Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason. Gunnar vék sæti í máli nr.1.
Úrskurðurinn tekur gildi við birtingu á heimasíðu HSÍ.