Úrskurður aganefndar 9. apríl 2019

Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:

1.
Framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað til aganefndar atviki sem kom upp í leik FH og Akureyrar í mfl. ka. þann 3.4.2019 í samræmi við 6. kafla reglugerðar HSÍ um agamál. Umrætt atvik varðar leikmann FH en dómarar leiksins sáu ekki atvikið. Málsaðila hefur verið gefinn kostur á að skila inn greinargerð vegna málsins og er meðferð málsins því frestað fram að næsta fundi aganefndar.

2.
Ásgeir Örn Hallgrímsson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Hauka í mfl. ka. þann 3.4.2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

3.
Emils Kurzemniesk leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og Fram í mfl. ka. þann 3.4. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. 

4.
Bergvin Þór Gíslason leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍR og Stjörnunnar í mfl. ka. þann 3.4.2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 b). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.

5.
Lárus Helgi Ólafsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og ÍBV í mfl. ka. þann 6.4. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 A. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

6.
Róbert Sigurðarson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og ÍBV í mfl. ka. þann 6.4. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Leikmaðurinn hefur nú hlotið tvær útilokanir vegna brota sem falla undir reglu 8.5.

7.
Ragnheiður Sveinsdóttir leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og Vals í mfl. kv. þann 8.4. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. 

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 11. apríl 2019.

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.