Úrskurður aganefndar 9. mars 2021
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
- Einar Ingi Hrafnsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Afturelding og Fram í Olís deild karla þann 4.3.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 1. mgr. 3. gr. sömu reglugerðar er málinu frestað um sólarhring. Aganefnd felur skrifstofu HSÍ að kynna viðkomandi félagi fram komna skýrslu og gefa því færi á að koma að athugasemdum í málinu áður en aganefnd tekur málið aftur fyrir á fundi sínum.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.