Úrskurður aganefndar 5. mars 2019
Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:
1.
Sigurður Bragason aðstoðarþjálfari ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og HK í mfl. kv. þann 26.2.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
2.
Eggert Sveinn Jóhannsson leikmaður ÍR U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH U og ÍR U í mfl. ka. þann 27.2. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
3.
Bjartur Guðmundsson leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Gróttu og Fram í mfl. ka. þann 28.2. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
4.
Ágúst Birgisson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Selfoss og FH í mfl. ka. þann 1.3. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
5.
Jason Guðnason leikmaður Hauka U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka U og ÍBV U í mfl. ka. þann 2.3. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
6.
Egill Hjartarson leikmaður Afturelding hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Afturelding í 3.fl. ka. þann 4.3. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 7. mars 2019.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.