Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:
1. Aganefnd hefur borist skýrsla frá eftirlitsmanni á leik Hauka og ÍBV í M.fl.ka. 29.04.2016.
Þar kemur fram að eftirlitsmanni HSÍ hafi verið bent á að Kári Kristján Kristjánsson leikmaður ÍBV, sem úrskurðaður var í eins leiks bann 26. apríl 2016 og tók gildi þann dag, hafi mætt á leikstað sem áhorfandi og tekið sæti á varamannabekk ÍBV í byrjun upphitunar liðanna. Eftirlitsmaður HSÍ benti liðsstjóra ÍBV á að Kára sem og öðrum áhorfendum væri óheimilt að vera í nálægð varamannabekkja liðanna og fór hann svo búið upp í áhorfendapalla.
Niðurstaða aganefndar er sú að þegar litið er til tilgangs og anda 15. gr reglugerðar HSÍ um agamál þá teljist þetta atvik ekki vera brot á reglu 15. greinar.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson.