Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 28.mars 2017.
Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:
1. Sveinn Aron Sveinsson leikmaður Vals sýndi af sér grófa óíþróttamannslega framkomu gagnvar eftirlitsmanni eftir að leik Vals og Gróttu í M.fl.ka. 21.03.2017. lauk. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
2. Sóley Ívarsdóttir leikmaður HK fékk útilokun með skýrslu vegna brots í leik HK og Fjölnis í M.fl.kv. 24.03 2017. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
3. Einar Jónsson sem er þjálfari M.fl.ka. hjá Stjörnunni réðst að dómurum með óbótaskömmum eftir að leik Stjörnunnar U og KR í M.fl.ka. 24.03.2017 lauk. Sýndi hann þar af sér grófa óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurum. Þar sem Einar var ekki þátttakandi í leiknum og ekki á leikskýrslu var ekki unnt að beita útilokun og ekki hefur aganefnd heimild til pesónubundinna refsinga fyrir aðra en þátttakendur í leiknum.
Úrskurðurinn verður því í samræmi við V: kafla 17.gr. „Reglugerðar um agamál“ og er Stjörnunni gefinn kostur á að skila inn greinargerð. Málinu frestað til næsta fundar.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason.
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 30.mars.