Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 28.feb. 2017.
Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:
1. Aganefnd barst agaskýrsla eftir leik Stjörnunar og Selfoss í 3.fl.kv. 15.02. 2017 vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurum og var málinu vísað frá á síðasta fundi. Nú hefur borist ýtarlegri greinargerð frá dómurum leiksins og telur aganefnd málið því tækt til úrskurðar. Ásta Jónsdóttir leikmaður Selfoss fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurum eftir að leik Stjörnunnar og Selfoss í 3.fl.kv. 15.02.2017 lauk. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason.
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 2.mars.