Úrskurður aganefndar 25. september 2018
Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:
1. Halldór Rúnarsson leikmaður Þróttar hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Víkings og Þróttar í mfl. ka. þann 20.9. 2018. Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spjaldið því dregið tilbaka. Niðurstaða aganefndar er því að ekki skuli aðhafst frekar í málinu og spjaldið mun því ekki gilda ef kemur til ítrekunaráhrifa vegna rauðra spjalda.
2.
Pálmi Fannar Sigurðsson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Stjörnunnar U og HK í mfl. ka. þann 21.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það því niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
3.
Logi Aronsson leikmaður FH U hlaut útilokun með skýrslu vegna vegna grófs leikbrots í leik ÍBV U og FH U í mfl. ka. þann 21.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
4.
Úlfur Þórarinsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Vals 2 og Vals 3 í 3. fl. ka. þann 21.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
5.
Aron Gauti Óskarsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og KA í mfl. ka. þann 22.9. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
6.
Sigurður Þorsteinsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fram og KA í mfl. ka. Þann 22.9.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
7.
Marius Aleksejev leikmaður Akureyrar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og Akureyrar í mfl. ka. þann 22.9.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
8.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Gróttu í mfl. ka. þann 23.9.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 27. september 2018.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.