Úrskurður aganefndar 20. desember 2022
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
Maria Jovanovich leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og KA/Þór í Bikarkeppni kvenna þann 16.12.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður KA/Þórs hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik ÍBV og KA/Þór í Bikarkeppni kvenna þann 16.12.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 d). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Edidijus Mikalonis leikmaður Kórdrengja hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Kórdrengja og Harðar í Bikarkeppni karla þann 18.12.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Gunnar Valur Arason leikmaður Kórdrengja hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Kórdrengja og Harðar í Bikarkeppni karla þann 18.12.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
José Esteves Lopes Neto leikmaður Harðar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Kórdrengja og Harðar í Bikarkeppni karla þann 18.12.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Aganefnd hefur borist skýrsla frá dómurum leiks Kórdrengja og Harðar í Bikarkeppni karla, er fram fór þann 16. desember 2022, vegna framkomu tiltekins aðila á vegum Harðar. Í skýrslunni kemur fram að aðilanum hafi verið vísað úr húsi af dómurum, vegna framkomu hans.
Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“
Með vísan til 4. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál, mun aganefnd óska umsagnar Harðar, áður en úrskurðar verður um viðurlög. Máli þessu er frestað til næsta fundar aganefndar.
Alex Kári Þórhallsson leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Gróttu og Fram í Bikarkeppni 3.flokks karla þann 18.12.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Kristján Ottó Hjálmarsson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og Aftureldingar í Bikarkeppni karla þann 19.12.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Blær Hinriksson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og Aftureldingar í Bikarkeppni karla þann 19.11.2022. Við nánari athugun er það mat dómara að ákvörðunin hafi verið röng og hafa þeir því óskað eftir að draga spjaldið til baka. Fellst aganefnd á það og fellur málið því niður.
Rúnar Kárason leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Vals í Bikarkeppni karla þann 20.12.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson