Úrskurður aganefndar 20. nóvember 2024

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  1. Aganefnd barst erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna leikbrota Kára Kristjáns Kristjánssonar í leik ÍBV og Fram í Olís-deild karla, annars vegar og í leik Hauka og ÍBV í Poweraid-bikar karla hins vegar.

Með úrskurði aganefndar dags. 19.11.2024 komst aganefnd að þeirri niðurstöðu að leikmanninum verði ekki refsað vegna meints leikbrots í leik gegn fram. Hins vegar var ÍBV gefið færi á að skila greinargerð áður en ákvörðun yrði tekin um viðurlög vegna leikbrots í leik gegn Haukum.

Greinargerð barst frá ÍBV. Hefur aganefnd farið yfir sjónarmið félagsins og framlögð myndbönd.

-Með vísan til þess að um var að ræða illkvittna aðgerð gegn óviðbúnum mótherja í skilningi reglu 8:6 b), er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Leikbönnin taka gildi 21.11.2024

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson