Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:
1. Maria Pereira leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik ÍBV og Hauka í M.fl.kv. 24.01.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9e. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.
2. Ingólfur Páll Norðdal leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik Gróttu og HK í M.fl.ka. 26.01.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.
3. Filip Antonov tímavörður á leik Gróttu U og HK U sýndi af sér grófa óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurum og leikmanni HK U meðan á fyrrgreindum leik stóð. Ljóst má vera að slík framkoma er ekki liðin hjá starfsmönnum á ritaraborði sem eiga að gæta hlutleysis. Niðurstaða aganefndar er að Grótta fær áminningu vegna framkomu starfsmanns síns.
4. Þröstur Bjarkarson leikmaður Þróttar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik Þróttar og Vals U í M.fl.ka. 26.01.2018. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
5. Viktor Andri Jónsson leikmaður Vals U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik Þróttar og Vals U í M.fl.ka. 26.01.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.
6. Styrmir Sigurðarson leikmaður Þróttar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik Þróttar og Vals U í M.fl.ka. 26.01.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.
7. Aldís Ásta Heimisdóttir leikmaður KA/Þór hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik KA/Þór og Fylkis í M.fl.kv. 27.01.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5a. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.
Úrskurðurinn tekur gildi kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 1.02.18.