Úrskurður aganefndar 19. nóvember 2024
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
Andri Fannar Elísson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Hauka og ÍBV í Poweraid bikar karla þann 18.11.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 e). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Pavel Miskevich leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Hauka og ÍBV í Poweraid bikar karla þann 18.11.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Skarphéðinn Ívar Einarsson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Hauka og ÍBV í Poweraid bikar karla þann 18.11.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Marel Baldvinsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik ÍBV og Fram í Olís deild bikar karla þann 13.11.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins. Aganefnd vekur þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna leikbrota Kára Kristjáns Kristjánssonar í leik ÍBV og Fram í Olís-deild karla, annars vegar og í leik Hauka og ÍBV í Poweraid-bikar karla hins vegar.
Að mati HSÍ gerðist leikmaðurinn sekur um mjög gróft leikbrot í báðum leikjunum sem dómarar sáu ekki. Er það mat HSÍ að hegðunin falli, í báðum tilfellum, undir reglu 8.6. í leikreglum HSÍ.
Þann 2. september 2020 tóku gildi breytingar á reglugerð HSÍ um agamál, 18. gr. reglugerðarinnar er nú svohljóðandi:
Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar hvers konar atvikum, svo sem bæði leikbrotum, agabrotum brotum á lögum/reglugerðum HSÍ, hvers kyns óíþróttamannslegri háttsemi, eða háttsemi sem geta skaðað ímynd handknattleiksíþróttarinnar hvort sem viðkomandi hafi tekið þátt í leiknum eða ekki. Um getur verið að ræða hvers kyns ósæmilega framkoma innan eða utan leiks eða á annan hátt opinberlega.
Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er einnig heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar hvers kyns óíþróttamannslegri háttsemi eða háttsemi sem geta skaðað ímynd handknattleiksíþróttarinnar á vegum félaga, stuðningsaðila, styrktaraðila eða öðrum tengdum aðilum.
Með vísan til 20. gr. reglugerðarinnar var Handknattleiksdeild ÍBV gefinn kostur á að skila inn greinargerð sem barst aganefnd. Í greinargerðinni er því mótmælt að um leikbrot hafi verið að ræða og m.a. byggt á því að dómarar leiksins hafi séð atvikin, en ekki dæmt.
Aganefnd hafa borist staðfestingar á að í hvorugu tilfellanna hafi dómarapörin er dæmdu umrædda leiki séð atvikin. Þá er það mat dómaranna að í báðum tilfellum hafi verið um leikbrot að ræða sem varði við leikreglu 8:6.
Með breytingum á 18. gr. reglugerðar HSÍ um agamál, sem tók gildi 2. september 2020, er því ekki lengur gert að skilyrði að leikbrotið sé til þess fallið að skaða ímynd handknattleiksíþróttarinnar. Samkvæmt núgildandi reglugerð getur stjórn eða framkvæmdastjóri HSÍ vísað til úrskurðar aganefndar hvers konar atvikum, s.s. leikbrotum.
Samkvæmt leikreglu 17:11 eru ákvarðanir dómara byggðar á sýn þeirra á staðreyndum eða mati þeirra endanlegar. Að mati aganefndar ræður milliliðalaus upplifun dómara á leikvelli jafnan úrslitum varðandi leikbrot. Með vísan til framangreindra breytinga á reglugerð um agamál og yfirlýsinga dómara varðandi upplifun þeirra af atvikunum er nefndinni hins vegar skylt að taka afstöðu til erindis HSÍ og úrskurða um hvort gera beri leikmanninum refsingu vegna leikbrotanna.
Aganefnd hefur yfirfarið myndbandsupptökur af atvikunum, sem sýna þau frá tveimur sjónarhornum. Að mati aganefndarinnar má slá því föstu að leikmaðurinn hafi gerst sekur um leikbrot sem varðar við reglu 8:6 í leik ÍBV gegn Haukum. Erfiðara er að slá því föstu varðandi meint leikbrot í leik ÍBV gegn Fram og er það niðurstaða aganefndar að leikmanninum verði ekki refsað vegna þess atviks.
Hins vegar er það mat aganefndar, með vísan til framgreinds, að brot leikmannsins í leik ÍBV gegn Haukum kunni að verðskulda lengra bann en 1 leik. Með tilvísun til VI. kafla reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að fresta málinu um sólarhring til að gefa félaginu færi á að skila athugasemdum sínum til skrifstofu HSÍ, fyrir kl.17.00, miðvikudaginn 20. nóvember nk. með tilvísun í 1 .mgr. 3. gr. framangreindar reglugerðar.
Leikbönnin taka gildi 21.11.2024
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson