Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:
1.
Með bréfi dags, 18. maí 2018, barst aganefnd HSÍ erindi frá stjórn HSÍ, um leikbrot Andra Heimis Friðrikssonar, leikmanns ÍBV, í leik ÍBV gegn FH, þann 17. maí sl. Kallað var eftir greinargerðum og aganefnd hefur kynnt sér myndbandsupptökur af atvikinu. Aganefnd telur sér heimilt að aðhafast vegna þessa máls og að atvikið feli í sér leikbrot sem skaðað getur ímynd handknattleiksíþróttarinnar í skilningi 6. kafla reglugerðarinnar. Með vísan til 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar er leikmaðurinn nú úrskurðaður í eins leiks bann en málinu að öðru leyti frestað um sólarhring. Óskað hefur verið eftir greinargerð frá ÍBV vegna málsins og verður það málið aftur tekið fyrir á fundi aganefndar á morgun, sunnudaginn 20. maí 2018.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.
Úrskurðurinn tekur gildi nú þegar.