Úrskurður aganefndar 15. apríl 2025
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
- Árni Stefánsson þjálfari FH hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar eftir leik FH og Selfoss í 4.flokki karla þann 07.04.2025. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Er það mat aganefndar að brot þjálfarans geti verðskuldað lengra bann en 1 leik. Mun aganefnd tilkynna skrifstofu HSÍ um málið, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.
Málinu er frestað um sólarhring með hliðsjón af 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson