Aganefnd HSÍ | Úrskurður 14.12. ’21
Úrskurður aganefndar 14. desember 2021
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
- Bergþór Róbertsson leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Berserkja og ÍR í Grill66 karla þann 09.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
- Ágúst Birgisson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í FH og Selfoss í Olís deild karla þann 10.12.2021. Við nánari athugun er það mat dómara að ákvörðun hafi verið röng og hafa því þeir óskað eftir að draga spjaldið til baka. Fellst aganefnd á það og fellur málið því niður.
- Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik KA og HK í Olís deild karla þann 10.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
- Stevce Alusovski þjálfari Þór hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Þórs og Vals U í Grill66 karla þann 11.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það mat aganefndar að brotið geti verðskuldað lengra en eins leiks bann og er því Hkd. Þórs veittur frestur til kl. 12.00 miðvikudaginn 15. desember nk. til að skila inn greinargerð vegna málsins og afgreiðslu þess frestað um sólarhring.
- Emma Olsson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í HK og Fram í Olís deild kvenna þann 10.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Arnar Kormákur Friðriksson, Arnar Þór Sæþórsson og Sverrir Pálmason.