Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 14.feb. 2017.
Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:
1. Gunnar Andrésson starfsmaður Gróttu sýndi af sér óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurum eftir að leik Gróttu og Aftureldingar í M.fl.ka. 11.02.2017 lauk. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Arnar Kormákur Friðriksson og Sverrir Pálmason. Arnar sat hjá við afgreiðslu málsins vegna tengsla við hkd. Gróttu.
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 16.feb.