Úrskurður aganefndar 09. nóvember 2021
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
- Britney Cots leikmaður Stjörnunnar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og Stjarnan í Grill66 deild kvenna þann 06.11.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson. Sverrir Pálmason sat hjá við afgreiðslu þess máls.