Úrskurður aganefndar 2. október 2018
Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:
1.
Stefán Tómas Þórarinsson leikmaður Þróttar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Þróttar og ÍBV U í mfl. ka. þann 27.9.2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 B. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.