Stóri dagurinn er runninn upp og því best fyrir þá sem eru komnir til Munchen að renna létt yfir skipulag upphitunar og treyjusölu.
Upphitunarstaðirnir eru tveir og dagskráin eftirfarandi:
– 11.jan byrjar upphitun í Beer Garden klukkan 14:00 (Íslands – Króatía hefst 18:00)
– 13.jan byrjar upphitun í Beer Garden klukkan 15:00 (Spánn – Ísland hefst 19:00)
– 14.jan byrjar upphitun í Seerestaurant 12:00 (Ísland – Bahrain hefst 15:00)
– 16.jan byrjar upphitun í Seerestaurant 13:30 (Japan – Island hefst 15:30)
– 17.jan byrjar upphitun í Beergarden 14:00 (Makedónía – Ísland hefst 18:00)
Beergarden staðurinn er staðsettur í sjálfri keppnishöllinni og Seerestaurant er í 3 mínútna göngu fjarlægð frá keppnishöllinni.
Í upphituninni verða seldar veitingar og drykkir og okkar ástkæra Sérsveit mun koma öllum í rétta gírinn og býður Sérsveitin upp á andlitsmálun.
Treyjusalan fer fram í Seerestaurant því okkur er óheimilt að selja treyjur og annan varning í keppnishöllinni sjálfri. Treyju salan fer fram á eftirfarandi tímasetningum:
– 11.jan Sala á treyjum og stuðningsmannavörum hefst 12:00 – 15:00 í Seerestaurant.
– 12.jan Sala á treyjum fer fram í miðborg Munchen á hótelinu Holiday Inn Munich City frá 15:00 – 17:00.
– 13.jan Sala á treyjum hefst 12:00 – 15:00 í Seerestaurant.
– 16.jan Sala á treyjum hefst 13:00 – 14:30 í Seerestaurant.
– 17.jan Sala á treyjum hefst 14:00 – 16:00 Seerestaurant.
ÁFRAM ÍSLAND