Strákarnir okkar öttu kappi í gær við Bahrain og var þetta þriðji leikur landsliðsins á HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku.
Strax frá var ljóst að strákarnir okkar ætluðu ekkert að vanmeta lið Bahrain og mættu til leiks af krafti en staðan í hálfleik var 16 – 10.
Í seinni hálfleik fann Bahrain fáar leiðir framhjá vörn Íslands og Björgvin Páll átti stórleik í markinu. Leikurinn endaði 36 – 18. Allir leikmenn liðsins spiluðu í leiknum og skiluðu sínu hlutverki með stakri prýði.
Mörk Íslands skoruðu: Arnór Þór Gunnarsson 8 og þar af 3 úr vítaskotum, Ólafur Guðmundsson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 4 og þar af 1 út vítaskoti, Elvar Örn Jónsson 4, Sigvaldi Björn Guðjónsson 3, Aron Pálmarsson 3, Bjarki Már Elísson 3, Teitur Örn Einarssom 3, Ómar Ingi Magnússon 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 mark.
Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot og þar af 4 vítaskot og Ágúst Elí varði 1 vítaskot í leiknuim.
Næsti leikur er við Japan á miðvikudaginn og hefst hann 14:30 að íslenskum tíma.