Strákarnir okkar náðu í gott jafntefli í Skopje í dag.
Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og hafði frumkvæði framan af fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var traust en markvörður Makedóníu reyndist íslenska liðinu erfiður ljár í þúfu. Makedónía náði tveggja marka forystu eftir um 20 mínútna leik en íslenska liðið skoraði seinustu þrjú mörk hálfleiksins og var með eins marks forystu þegar liðin gengu til búningsklefa, 11-10.
Í síðari hálfleik náði strákarnir okkar þriggja marka forystu, 18-15 en þá skoruðu heimamenn 5 mörk í röð og snéru taflinu sér í vil. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Elvar Örn Jónsson jafnaði metin á lokasekúndunum og þar við stóð, 24-24. Góð úrslit á erfiðum útivelli.
Markaskorar Íslands:
Ómar Ingi Magnússon 8, Elvar Örn Jónsson 5, Arnór Þór Gunnarsson 3, Aron Pálmarsson 3, Ýmir Örn Gíslason 2, Ólafur Guðmundsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 1.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 13 skot í leiknum og Ágúst Elí Björgvinsson varði 3 skot.