A landslið kvenna | Umspil um laust sæti á HM tryggt
Stelpurnar okkar tryggðu sér í dag sæti í umspili um laust sæti á HM 2023 sem spilað verður í mars á næsta ári með tveimur sigrum í dag og í gær gegn Ísrael. Íslenska liðið byrjaði vel í dag og eftir 15 mínútna leik var Ísland 4 – 8 yfir. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru stelpurnar okkar með tökin á leiknum. Staðan í hálfleik var 11 – 14 Íslandi í vil.
Í seinni hálfleik náði Ísrael að minnka muninn niður í tvö mörk eftir 15 mínútur. Eftir það fór Ísland af stað af miklum krafti og náði sex marka forystu. Leiknum lauk með 24 – 33 sigri Íslands og fengur allir leikmenn að spila í dag sem sýnir breidd Íslenska liðsins í dag.
Ísland hefur því tryggt sig í umspil um laust sæti á HM 2023.
Markaskorarar Íslands í dag voru:
Andrea Jacobsen 7, Sandra Erlingsdóttir 6, Steinnunn Björnsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1 og Lilja Ágústsdóttir 1 mark.
Hafdís Renötudóttir varði 12 skot og Sara Sif Helgadóttir 4 skot.