Rétt í þessu lauk fyrsta leik A-landsliðs kvenna í Skopje en þar eru þær staddar í undankeppni HM.

Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn af krafti og sterk vörn Íslands í byrjun fyrri hálfleiks tryggði það að Tyrkland komst í raun aldrei nálægt stelpunum okkar. Staðan í lok fyrri hálfsleiks var 18-14 íslandi í vil.

Frábær varnaleikur í seinni hálfleik hjá stelpunum okkar sá til þess að Tyrkir áttu aldrei möguleika í þessum leik. Lokatölur í dag voru 36-23 og á morgun eiga stelpurnar okkar leik við lið heimakonur í Makedóníu. Hefst leikurinn klukkan 17:00 að íslenskum tíma og verður hann sendur út í beinni á slóðinni hér að neðan.

Mörk Íslands í dag skoruðu Þórey Rósa 8 mörk, Arna Sif 8, Thea Imani 5, Eva Björk 4, Helena Rut 3, Martha Hermannsdóttir 3, Perla Ruth 2, Steinun Hansd. 2, Sigríður Hauksd. 1 og Ester Óskarsd. 1 mark.

Guðný Jenný Ásmundadóttir varði 16 skot í leiknum.

Leikurinn á morgun er á eftirfarandi slóð:

https://www.youtube.com/watch?v=Rs4cdKGHsO0