Íslenska kvennalandsliðið mætir Ítalíu í forkeppni heimsmeistaramótsins á sunnudaginn kemur.
Leikið verður í Laugardalshöllinni kl. 16:00.
Í fyrri viðureign liðanna fór Ísland með öruggan sigur af hólmi, 26-17.
Landsliðsnefnd kvenna hefur boðið öllum iðkendum 4. flokks kvenna á landsleikinn. Alls eru 17 lið og yfir 300 stúlkur sem æfa handbolta.
Til stendur að stofna U15 ára landslið kvenna, sem eru stúlkur fæddar árið 2000 og á yngra ári 4. flokks. Markmiðið er að efla íslenskan kvennahandbolta og halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Landsliðsþjálfarar U15 verða Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson. Hrafnhildi þekkja allir landsmenn en hún hefur spilað 170 landsleiki og skorað 620 mörk. Stefán Arnarson er sigursæll og reynslumikill þjálfari sem var lengi í brúnni hjá kvennaliði Vals.
Við hvetjum alla til þess að styðja við Stelpurnar okkar og mæta á pallanna í Laugardalshöllinni á sunnudaginn.