Í dag mættust á fjögurra liða móti í Gdansk lið Póllands og Íslands en viðureignin í dag var fyrsti leikurinn af þremur sem stelpurnar okkar leika þar ytra fram á sunnudag.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að leiða og aldrei komst Pólland eða Ísland í meira en tveggja marka forustu og í hálfleik var staðan 11 – 11.
Seinni hálfleikur hélt áfram eins og fyrri hálfleikur, jafnt var með liðunum og skiptust þau hafa forustu í leiknum. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Póllands 21 – 19 og spilaði Ísland á köflum frábærlega.
Mörk Íslands í dag skoruðu: Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Karen Knútsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Lovisa Thompsson 1, Ester Óskarsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.
Hafdís Renötudóttir var valin besti leikmaður Íslands í dag en hún varði 17 skot í leiknum.
Á morgun leika stelpurnar okkar við lið Argentínu og hefst leikurinn klukkan 19:30 að íslenskum tíma.