Stelpurnar okkar mættu Tékkum í fyrsta leik undankeppni EM 2018 í Zlin í Tékklandi í kvöld.

Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn ágætlega í kvöld þrátt fyrir óþarflega margar brottvísanir á upphafsmínútunum. Eftir 23 mínútur var staðan 9-9 en þá kom góður kafli hjá tékkneska liðinu sem hafði 4 marka forystu í hálfleik, 15-11.

Síðari hálfleikurinn var í jafnvægi fyrstu mínúturnar en þá gáfu þær tékknesku í á nýjan leik og náðu mest 9 marka forystu þegar 6 mínútur voru til leiksloka. Stelpurnar okkur náðu að klóra í bakkann á lokamínútunum en sigur Tékka var aldrei í hættu, lokatölur 30-23.

Markaskorarar Íslands:

Birna Berg Haralsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 3, Lovísa Thompson 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ragnheiður Júlíusdóttir 1.

Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 8 skot í leiknum og Hafdís Renötudóttir varði 1.

Strax á sunnudaginn leika stelpurnar aftur og þá gegn Dönum í Laugardalshöll kl. 15.00. Miðasala er hafin á
TIX.is