Stelpurnar okkar töpuðu fyrir Dönum 24-17 í lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var í Danmörku.
Stelpurnar áttu fína kafla í leiknum en eftir erfiða byrjun var staðan í hálfleik 12-6, Dönum í vil.
Stelpurnar fóru vel af stað í síðari hálfleik og minnstur var munurinn 17-15 en á lokakaflanum reyndist danska liðið sterkara og vann öruggan sigur.
Arna Sif Pálsdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru markahæstar með 3 mörk hvor.
Hafdís Renötudóttir varði 8 skot í markinu.
Liðið mun nú dvelja í Danmörku fram á miðvikudag en það leikur 2 vináttulandsleiki við Japan á mánudag og þriðjudag.