Stelpurnar okkar mæta Dönum á morgun, sunnudag kl. 15.00 í Laugardalshöll.
Þetta er fyrsti heimaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM en lokakeppnin fer fram í Frakklandi í desember 2018.
Íslenska liðið tapaði fyrir Tékkum á miðvikudaginn 30-23 þar sem jafnt var á með liðunum framan af leik en Tékkarnir sigu framúr í síðari hálfleik. Á sama tíma unnu Danir góðan sigur á Slóvenum 28-22 á heimavelli.
Danska liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og lenti liðið í 4. sæti á EM í Svíþjóð í desember sl.
Við hvetjum fólk til að mæta á leikinn á morgun og sjá stelpurnar okkar spila gegn liði í heimsklassa.
Miðasala er hafin
á
TIX.is