Stelpurnar okkar mættu eina besta landsliði heims í gær og áttu frábæran leik þrátt fyrir eins marks tap gegn Svíþjóð. Gríðarleg framfaramerki eru á liðinu þar sem gott leikskipulag í bland við mikla ástríðu fór ekki framhjá neinum sem mættu í Schenker höllina.
Seinni leikur liðanna fer fram á morgun, laugardag, kl. 16.00 í Schenker höllinni í Hafnarfirði. Við hvetjum alla til að mæta og styðja vel við bakið á stelpunum okkar, þær eiga það skilið!
Miðasala er hafin hér.
Hér má sjá það sem fjölmiðlarnir höfðu að segja um framistöðuna.
Mbl.is:
“Leikur íslenska liðsins í kvöld var einn sá besti sem liðið hefur sýnt um langt skeið”.
Viðtal við Axel Stefánsson, landsliðsþjálfara.
Vísir.is:
“Íslenska liðið sýndi mikinn karakter í að koma til baka”.
Viðtal við Axel Stefánsson, landsliðsþjálfara.
Viðtal við Þórey Rósu Stefánsdóttur.
Fréttablaðið:
“Ísland var aldrei langt undan og neitaði að gefast upp”.
Viðtal við Axel Stefánsson, landsliðsþjálfara.
Viðtal við Karenu Knútsdóttur.
Viðtal við Örnu Sif Pálsdóttur.
RÚV:
“Svíar eru með eitt besta lið Evrópu”.
Umfjöllun og sjónvarpsviðtöl við Axel Stefánsson og Karenu Knútsdóttur.
ÁFRAM ÍSLAND!