Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið 19 leikmenn fyrir leikina gegn Frakklandi og Þýskalandi í þriðju umferð riðlakeppni EM. Lokakeppni EM fer fram í Svíþjóð í desember á þessu ári.
Leikirnir eru:
• Ísland – Frakkland 1. júní kl. 20.00 í Valshöllinni
• Þýskaland – Ísland 5. júní kl 15.00 í Porsche Arena, Stuttgart
(Allar tímasetningar eru á íslenskum tíma)
Miðasala á leik Íslands og Frakklands er hafin á www.tix.is.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar
Florentina Stanciu, Stjarnan
Íris Björk Símonardóttir, Grótta
Aðrir leikmenn:
Arna Sif Pálsdóttir, Nice
Birna Berg Haraldsdóttir, Savehof
Hildigunnur Einarsdóttir, Koblenz
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Karen Knútsdóttir, Nice
Kristín Guðmundsdóttir, Valur
Lovísa Thompson, Grótta
Ramune Pekarskyte, Haukar
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Randers
Sólveig Lára Kjærnested, Stjarnan
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Steinunn Hansdóttir, Skandeborg
Sunna Jónsdóttir, Skrim
Thea Imani Sturludóttir, Fylkir
Unnur Ómarsdóttir, Grótta
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir gátu ekki gefið kost á sér að þessu sinni vegna meiðsla.