A landslið kvenna | Fimm marka tap gegn Noregi
A landsliðið lék sinn fyrsta leik af þremur í Cheb í dag er þær mættu Noregi. Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn af krafti og gáfu ekkert eftir fyrstu 10 mínútur leiksins og jafnt var á með liðunum. Um miðjan fyrri hálfleik náði Noregur að síga fram úr og í hálfleik var staðan 11 – 14 Noregi í vil.
Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og náði að vinna sig inn í leikinn og minnka muninn í þrjú mörk þegar best lét. Um miðjan síðari hálfleik jók hið gríðarlega sterka Norska landsliðið munin hægt og rólega þrátt fyrir hetjulega baráttu stelpnanna okkar í vörn og sókn. Leiknum lauk með 25 – 30 sigri Noregs.
Stelpurnar okkar leika gegn Sviss á morgun og hefst leikurinn kl. 19:00.
Besti leikmaður Íslands var kosinn Sandra Erlingsdóttir
Mörk Íslands skoruðu Thea Imani Sturludóttir 8, Sandra Erlingsdóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Andrea Jacobsen 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1 og Ragnheiður Júlíusdóttir 1 mar.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir 9 skot og Hafdís Renötudóttir 4.