Íslenska landsliðið vann aðeins eins marks sigur, 20:19, á Sviss í síðari leik þjóðanna í undankeppni EM í handknattleik kvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Ísland var einnig marki yfir í hálfleik, 10:9. Þar með eru liðin jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti riðilsins auk þess sem innbyrðis markatalan er jöfn í úr tveimur leikjum. Þar með mun heildarmarkatala úr öllum leikjum riðilsins ráða hvort liðið hafnar í þriðja sæti takist hvorugu liðinu að kreista út stig í tveimur síðustu leikjunum sem fram fara í júní.
Svissneska liðið byrjaði leikinn betur. Framliggjandi vörn liðsins ölli íslenska landsliðinu miklum erfiðleikum auk þess sem Manuela Brütsch varði vel í markinu. Eftir um 20 mínútu kom Thea Imani Sturludóttir inn í sóknleik íslenska liðsins. Þá kom betra flæði í sóknarleik íslenska liðsins. Smátt og smátt saxaði íslenska liðið á forskot Sviss sem var tvö til þrjú mörk. Florentina Stanciu varði eins og bersrkur í markinu í fyrri hálfleik, alls 12 skot, og hélt íslenska liðinu inn í leiknum. Svissneska liðið skoraði ekki mark síðustu nínútu mínútur fyrr hálfleik. Eftir erfiða fæðingu tókst íslenska landsliðinu loksins að komast yfir, 10:9, í fyrsta sinn í leiknum þegar hálf mínúta var til hálfleiks. Þannig var staðan að fyrri hálfleik loknum.
Svissneska liðið byrjaði síðari hálfleik betur og var marki yfir, 12:11, þegar fjórar mínútur voru liðnar. Ramune hélt hinsvegar uppteknum hætti í íslenska markinu með stórbrotnum leik. Ekki síst þessvegna náði íslenska liðið þriggja marka forskot, 15:12, þegar 13 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hefði getað verið meiri en nokkur góð mark marktækifæri rötuðu ekki í markmöskva svissneska liðsins.
Íslenska liðinu hélst ekki lengi á þriggja marka forskoti. Sviss jafnaði en íslenska liðið náði aftir tvegga marka forskoti, 17:15, þegar 11 mínútur voru eftir. Fimm mínútum fyrir leikslok var munurinn tvö mörk, 18:16, eftir að íslenska liðið missti af gullnu tækifæri til þess að ná þriggja marka forskoti.
Íslenska liðið náði tveggja marka forskoti, 19:17, þegar tvær mínútur voru eftir. Í framhaldinu komu tvær misheppnaðar sóknir og Sviss jafnaði metin, 19:19. Ramune tryggði sigurinn, 20:19, og liðin jöfn að stigum.
Ísland tapaði fyrir Sviss ytra á fimmtudaginn var, en lokatölur í þeim leik urðu 22:21 Sviss í vil.
Tekið af mbl.is.