Íslenska landsliðið vann aðeins eins marks sig­ur, 20:19, á Sviss í síðari leik þjóðanna í undan­keppni EM í hand­knatt­leik kvenna í Schen­ker­höll­inni á Ásvöll­um í dag. Ísland var einnig marki yfir í hálfleik, 10:9. Þar með eru liðin jöfn að stig­um í þriðja til fjórða sæti riðils­ins auk þess sem inn­byrðis marka­tal­an er jöfn í úr tveim­ur leikj­um. Þar með mun heild­ar­marka­tala úr öll­um leikj­um riðils­ins ráða hvort liðið hafn­ar í þriðja sæti tak­ist hvor­ugu liðinu að kreista út stig í tveim­ur síðustu leikj­un­um sem fram fara í júní.

Sviss­neska liðið byrjaði leik­inn bet­ur. Fram­liggj­andi vörn liðsins ölli ís­lenska landsliðinu mikl­um erfiðleik­um auk þess sem Manu­ela Brütsch varði vel í mark­inu. Eft­ir um 20 mín­útu kom Thea Imani Sturlu­dótt­ir inn í sókn­leik ís­lenska liðsins. Þá kom betra flæði í sókn­ar­leik ís­lenska liðsins. Smátt og smátt saxaði ís­lenska liðið á for­skot Sviss sem var tvö til þrjú mörk. Flor­ent­ina Stanciu varði eins og bersrk­ur í mark­inu í fyrri hálfleik, alls 12 skot, og hélt ís­lenska liðinu inn í leikn­um. Sviss­neska liðið skoraði ekki mark síðustu nín­útu mín­út­ur fyrr hálfleik. Eft­ir erfiða fæðingu tókst ís­lenska landsliðinu loks­ins að kom­ast yfir, 10:9, í fyrsta sinn í leikn­um þegar hálf mín­úta var til hálfleiks. Þannig var staðan að fyrri hálfleik lokn­um.

Sviss­neska liðið byrjaði síðari hálfleik bet­ur og var marki yfir, 12:11, þegar fjór­ar mín­út­ur voru liðnar. Ramu­ne hélt hins­veg­ar upp­tekn­um hætti í ís­lenska mark­inu með stór­brotn­um leik. Ekki síst þess­vegna náði ís­lenska liðið þriggja marka for­skot, 15:12, þegar 13 mín­út­ur voru liðnar af hálfleikn­um. Mun­ur­inn hefði getað verið meiri en nokk­ur góð mark mark­tæki­færi rötuðu ekki í mark­möskva sviss­neska liðsins.

Íslenska liðinu hélst ekki lengi á þriggja marka for­skoti. Sviss jafnaði en ís­lenska liðið náði aft­ir tvegga marka for­skoti, 17:15, þegar 11 mín­út­ur voru eft­ir. Fimm mín­út­um fyr­ir leiks­lok var mun­ur­inn tvö mörk, 18:16, eft­ir að ís­lenska liðið missti af gullnu tæki­færi til þess að ná þriggja marka for­skoti.

Íslenska liðið náði tveggja marka for­skoti, 19:17, þegar tvær mín­út­ur voru eft­ir. Í fram­hald­inu komu tvær mis­heppnaðar sókn­ir og Sviss jafnaði met­in, 19:19. Ramu­ne tryggði sig­ur­inn, 20:19, og liðin jöfn að stig­um.

Ísland tapaði fyr­ir Sviss ytra á fimmtu­dag­inn var, en loka­töl­ur í þeim leik urðu 22:21 Sviss í vil.


Tekið af mbl.is.