Í ljósi þeirra áhrifa sem Covid-19 vírusinn hefur haft á evrópskt samfélag hefur EHF tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim landsleikjum sem fyrirhugaðir voru í 3. og 4. umferð í undankeppni EM 2020 í lok mars.
Ákvörðunin er tekin í fullu samráði við aðildarlöndin og hefur nú þegar verið lagt til að leikirnir verði spilaðir í byrjun júní. Það verður þó ekki staðfest fyrr en ljóst er hver þróunin verður í Evrópu næstu vikurnar. Handknattleikssamband Íslands mun tilkynna nýja leiktíma um leið og þeir verða staðfestir.