Axel Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna.

Á blaðamannafundi nú í hádeginu kom fram að HSÍ hefur gengið frá þriggja ára samning við Axel og er mikil eftirvænting af beggja hálfu fyrir komandi samstarfi.

Feril Axels má sjá hér fyrir neðan:



Axel Stefánsson

f. 19. júlí 1970

Giftur, tveggja barna faðir.

Menntun

2011
        Norges Idrettshøgskole, MSc í þjálfun og íþróttasálfræði

2003
        Háskóli Íslands, BS í íþróttafræði

2002
        Norges Idrettshøgskole, þjálfaranám í handbolta.

Ferill sem leikmaður

1985 – 1988
        Þór Akureyri

1988 – 1992
        KA

1992 – 1995
        Valur

1995 – 1998
        Stjarnan

1998 – 2000
        Valur

2000
        Haslum, Noregi (lagði skóna á hilluna vegna meiðsla eftir 2 mánuði)

U-18 ára landslið
       18 landsleikir

U-21 ára landslið
       12 leikir (lokakeppni HM u21 árs í Aþenu 1991).

Evrópukeppni
32 leikir með Val og Stjörnunni

1992 – 1995
        Þrisvar sinnum deildar- og Íslandsmeistari með Val

1993
        Bikarmeistari með Val

Ferill sem þjálfari

1985 – 2000
        Yngri flokkar hjá KA, Val og Þór auk sérverkefna.

2000 – 2001
        Haslum, Noregur (markmannsþjálfari).

2001 – 2002
        Haslum, Noregur (aðstoðarþjálfari).

                Lunner IL damer, Noregur.

2002 – 2006
        Þór Akureyri.

2006 – 2008
        Elverum Håndball herrer, Noregur.

2008 – 2010
        NTG (Norges toppidrettsgymnas), þjálfari á handboltabraut.

2010 – 2011
        Norska handknattleikssambandið, yngri landslið.

2010 – 2014
        Landsliðsþjálfari, stúlkur f.94&95.

                2011
ÓL æskunnar
6. sæti

                2012
European Open
1. sæti

                2012
HM í Svartfjallalandi
3. sæti

                2013
EM í Danmörku
4. sæti

                2014
HM í Krótatíu
        9. Sæti

2012-2014
        Elverum Håndball herrer, Noregur (í samstarfi með Christian Berge).

2013-2016
        B-landslið kvenna, Noregur.

Annað

Fjöldi þjálfaranámskeiða í Noregi og víðar.